Nú eru einhverjir búnir að breyta um mataræði eftir jólin, en þeir sem eru á svokölluðu steinaldarfæði, eða paleo, ættu að fíla þessa pítsu.
Hráefni:
2 1/2 bolli möndlumjöl
1/2 tsk lyftiduft
1 tsk ítalskt krydd
1/2 tsk hvítlaukskrydd
1/2 tsk salt
3 stór egg
2 msk ólífuolía
1/2 bolli pítsasósa
1 bolli mjólkurlaus ostur, rifinn
1/4 bolli pepperóní
1/4 rauðlaukur, þunnt skorinn
1/2 græn paprika, þunnt skorin
1/4 bolli svartar ólífur, skornar í sneiðar
2 sveppir, skornir í sneiðar
chili flögur
Aðferð:
Hitið ofninn í 220°C. Blandið saman mjöli, lyftidufti, ítölsku kryddi, hvítlaukskryddi og salti í skál. Þeytið egg og olíu saman í annarri skál og blandið því síðan saman við þurrefnin. Blandið þar til deigið er orðið þétt og gott í sér. Setjið deigið á smjörpappír, setjið smjörpappírsörk yfir það og fletjið út. Takið smjörpappírinn sem er ofan á og færið pítsabotninn yfir á ofnplötu. Bakið þar til botninn er búinn að taka lit, eða í um 10 mínútur. Dreifið pítsasósu yfir botninn og setjið ost, pepperóní, rauðlauk, papriku, ólífur og sveppi ofan á. Bakið í 10 mínútur í viðbót. Stillið á grillstillingu og grillið í 2 mínútur, eða þar til osturinn er gullinbrúnn. Takið úr ofni, skreytið með chili flögum og berið fram.