fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fókus

Danska ofurfyrirsætu dreymir um sumarbústað á Íslandi

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 11. janúar 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helena Christensen er vel þekkt öllum þeim sem hafa fylgst með tískubransanum síðustu ár, en hún er ein þeirra sem bera titilinn „ofurfyrirsæta,“ sem komst í notkun á níunda áratugnum eða fyrr.

Christensen, sem varð fimmtug á jóladag í fyrra, vann fegurðarsamkeppni í Danmörku árið 1986, en fyrir þann tíma var hún byrjuð að taka ljósmyndir.

Í viðtali við Glamour ræðir Christensen ferilinn og fleira. Hún ásamt fjórum öðrum ofurfyrirsætum átti eftirminnilega innkomu í fyrra á tískuvikunni í Mílanó, þegar þær gengu tískupallinn á sýningu Versace, klæddar í gullkjóla og heiðruðu þannig minningu vinar síns, tískuhönnuðarins Gianni Versace.

Tíkusýning Versace Mílanó Ítalíu: Carla Bruni, Claudia Schiffer, Naomi Campbell, Cindy Crawford og Helena Christensen.

Í dag vinnur Christensen við ljósmyndun og samstarfsverkefni við fyrirtæki. Hún á danska móður og föður frá Perú, býr í New York, en fer alltaf til Danmerkur um sumur og jól.

Í viðtalinu talar Christensen um Ísland, sem er einn af uppáhaldsstöðum hennar, þrátt fyrir að hún hafi bara komið hingað einu sinni, og vill hún koma hingað aftur.

„Það er æðislegt, töfrandi og kalt. Ég kom til að fara á tónlistarhátíð og heimsótti auðvitað Bláa lónið sem var frábært. Ég væri til í að fara alein til Íslands einhvern tímann. Eða vinna að myndatöku þar sem ljósmyndari með fullt að töff stelpum. Mig dreymir líka um að leigja lítinn bústað á afskekktum stað og vera þar í nokkrar vikur til að fara í gönguferðir úti í náttúrunni og taka landslagsmyndir.

Viðtalið við Christensen má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“