Þar hefur fjárhagsleg hvatning verið notuð til að fá fólk til að eignast fleiri börn. Fyrir fyrsta barn sitt fá foreldrar sem svarar til rúmlega 100.000 íslenskra króna. Fyrir barn númer tvö fá þeir sem svarar til um 160.000 íslenskra króna og síðan hækkar upphæðin með hverju barni. Fimmta barnið skilar sem svarar til um einnar milljónar íslenskra króna inn í heimilisbókhaldið. Þá einkennir það bæinn að þar er stress minna en víða í stóru borgum landsins og nægt pláss er þar fyrir alla.
Verkefnið hófst 2004 og hefur borið góðan ávöxt. Auk fyrrgreinda peningagreiðslna er boðið upp á húsnæðisstyrki, ókeypis bólusetningar og niðurgreidda dagvist. Frá 2005 til 2017 jókst fæðingartíðnin kvenna í bænum úr 1,4 börnum í 2,8 börn á hverja konu og hefur þetta að vonum vakið athygli um allt land. Eftir uppgjör síðasta árs stendur fæðingatíðnin í 2,4 börnum á hverja konu en það er vel yfir landsmeðaltali sem er 1,46 börn. Í Tókýó er tíðnin 1,17 barn á hverja konu en þar er einnig mikill skortur á dagvistun.