fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Eyjamenn minntust Kolbeins Arons í kvöld – Peyjabankinn rennur til fjölskyldu hans

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjamenn minntust Kolbeins Arons Arnarssonar markmanns handboltaliðs ÍBV á fallegan og táknrænan hátt í Vestmannaeyjum í kvöld.

Kolbeinn var 29 ára gamall, en hann var bráðkvaddur á heimili sínu í Eyjum um jólin. Hann var einn af lykilmönnum í velgengni og uppbyggingu handboltans í Eyjum undanfarin ár.

 

Leikmenn liðsins og vinir hans fóru upp í Heimaklett, þar sem þeir röðuðu kertum um klettinn og skutu upp flugeldum til minningar um Kolbeinn Aron, auk þess sem tölustafurinn 1, liðsnúmer Kolbeins Arons, er í hlíðum Heimakletts.

Eyjamaðurinn  Halldór B. Halldórsson tók meðfylgjandi myndir af minningarathöfninni í Heimakletti í dag, en hann segir mikla sorg í Vestmannaeyjum vegna fráfalls Kolbeins Arons sem var yndislegur maður og bæjarprýði.

Peyjabankinn – Hagnaður rennur til fjölskyldu Kolbeins Arons

Peyjabankinn, veðbanki, hefur hafið göngu sína að nýju. Að þessu sinni mun allur hagnaður bankans renna til fjölskyldu Kolbeins Arons, en var fastakúnni í bankanum, eins og segir í frétt á Eyjafréttir.is.

Sigurður Bragason bankastjóri heldur utan um bankann og Þorgils Orri Jónsson sér um tæknimál. 2.500 krónur kostar að vera með.

Við skráningu skal leggja þá upphæð inn á reikning 582-26-763, kennitala 120777-4759 (Siggi Braga). Hægt er að taka þátt til klukkan 17:00 á föstudag.

Hægt er að skrá sig til leiks hérna. Eins og áður hefur komið fram mun allur hagnaður renna til fjölskyldu Kolbeins Arons.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum