Nikola Vlasic leikmaður Everton segir að það hafi verið hræðilegt að spila undir stjórn Sam Allardyce hjá félaginu.
Allardyce tók við í nokkra mánuði á síðustu leiktíð eftir að Ronald Koeman var rekinn.
Vlasic er í dag í láni hjá CSKA Moskvu en hann kunni illa við aðferðir Allardyce, sem virkuðu vel með Everton.
,,Allt fór að breytast þegar Koeman fór, fótboltinn undir stjórn Stóra Sam var hræðilegur, ef það má kalla þetta fótbolta,“ sagði Vlasic.
,,Ég á ekki heima í svona fótbolta, við vorum hræddir við að spila boltanum. Liðið spilar allt öðruvísi núna undir stjórn Marco Silva, flottan fótbolta en nær ekki úrslitum.“
,,Ég tel hins vegar ekki að ég eigi framtíð hjá Everton.“