Liverpool er í vandræðum þessa dagana en margir varnarmenn liðsins eru að glíma við meiðsli.
Þeir Dejan Lovren, Joe Gomez og Joel Matip eru allir frá og er Virgil van Dijk eini heili miðvörðurinn.
Í gær var greint frá því að Liverpool væri að skoða það að fá varnarmann Burnley á láni út tímabilið.
Um er að ræða James Tarkowski en hann er mikilvægur fyrir Burnley en félagið hefur ekki neinn áhuga á að fá hann á láni.
Burnley hefur sett 50 milljóna punda verðmiða á hann. Burnley má ekki við því að missa einn af sínum bestu leikmönnum sem Tarkowski er, liðið er enda í harðri fallbaráttu.