Ole Gunnar Solskjær leyfði leikmönnum Manchester United að skemmta sér hressilega í gær í Dubai.
Solskjær fór með alla leikmenn og starfsmenn út að borða og út á lífið.
Leikmenn United voru þó ekki að djamma fram eftir morgni en leikmenn máttu skemmta sér hóflega.
Ensk blöð segja að Solskjær hafi í þessari ferð, fundað með Marcus Rashford sóknarmanni félagsins.
Þar á hann að hafa fengið þau skilaboð að hann væri fyrsti kostur félagsins í fremstu línu, Romelu Lukaku yrði að sætta sig við að vera á bekknum.
Lukaku var iðulega fyrsti kostur Mourinho í liðið og var Rashford þá á bekknum eða á kantinum, hann er fyrst og síðast sóknarmaður.