fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
FókusKynning

Blásteinn Sportbar: Enski boltinn á gamlársdag – nýtt teymi í matseldinni – nýr matseðill með spennandi ívafi

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 29. desember 2016 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Merkilegar breytingar verða á hinum gróna og vinsæla sportbar Blásteini, Hraunbæ 102a, frá og með áramótum. „Nýtt teymi tekur við eldhúsinu og því munum við koma með spennandi nýjan matseðil fyrir viðskiptavini okkar. En þetta mun hafa í för með sér að við förum að opna í hádeginu og bjóða upp á hádegismat. Þetta fer af stað strax upp úr áramótahelginni,“ segir Skúli Þór Sveinsson, eigandi Blásteins.

Bombay Bazaar, indverski veitingastaðurinn sem hefur verið starfræktur undanfarin ár í Kópavogi við frábæran orðstír, mun opna við hlið Blásteins og bjóða upp á mat til að taka með sér og til að sitja inni og snæða.

Enski boltinn á gamlársdag og opið til eitt um nóttina

Fjölmargir leikir eru í enska boltanum á gamlársdag og sumir þeirra býsna stórir. Fáir sportbarir hafa opið á gamlársdag en allir eru velkomnir á Blástein og þar verða allir leikirnir sýndir í beinni útsendingu en leikir eru bæði sýndir á breiðtjaldi og flatskjáum. Boltatilboð verða á bjór, tveir á 1.500 og tíu á 6.500.

Eftirtaldir leikir verða á dagskrá:
Kl. 15:
Chelsea – Stoke
Burnley – Sunderland
Southampton – WBA
Swansea – Bournemouth
Man. Utd. – Middlesbr.
Leicester – West Ham

Kl. 17.30:
Liverpool – Man. City

Opið verður til eitt um nóttina og því hægt að fagna nýju ári á Blásteini í góðum gleðskap.

Veislusalur og veisluþjónusta

Blásteinn leigir út veislusal sem tekur um 70 manns í sæti. Veitingar og önnur veisluþjónusta er einnig í boði en viðskiptavinir ráða því sjálfir hvort þeir koma með veitingar eða kaupa veitingar af staðnum. Til að fá nánari upplýsingar um veisluþjónustuna og aðra starfsemi Blásteins er best að hringja í síma 8480275.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“