fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Pressan

Réttarmeinafræðingurinn drakk kaffi og hlustaði á tónlist á meðan hann hlutaði lík Khashoggis í sundur

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 13. janúar 2019 19:00

Jamal Khashoggi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri bók ´Diplomatic Atrocity: The dark secrets of the Khashoggi murder‘ koma fram nýjar og óhugnanlegar upplýsingar um hvernig sádi-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var myrtur í ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi 2.október á síðasta ári. Það eru tveir tyrkneskir blaðamenn sem skrifuðu bókina og byggja hana á upplýsingum frá lögreglunni og leyniþjónustunni.

Bókin er byggð á hljóðupptökum af atburðarrásinni en Tyrkir hleruðu ræðismannsskrifstofuna og vissu því frá upphafi hvað hafði gerst þar inni. Á upptökunum heyrist meðal annars í sádi-arabíska réttarmeinafræðingnum Salah al-Tubaigy. Hann segist ekki vera vanur að vinna með heit lík en það var greinilega ekki neitt vandamál samt sem áður.

„Ég hef aldrei áður unnið með heitt lík en ég get vel séð um hann (Khashoggi, innsk. blaðamanns).“

Heyrist hann segja og síðan bætti hann við:

„Þegar ég sker í lík er ég vanur að vera með heyrnatól og hlusta á tónlist. Ég drekk líka kaffi á meðan.“

Salah al-Tubaigy er ekki bara hver sem er því á þessum tíma var hann yfirmaður réttarmeinadeildar innanríkisráðuneytisins í heimalandi sínu og því háttsettur innan hins opinbera kerfis. Hann var einn þeirra 11 sem voru sendir til Tyrklands til að myrða Khashoggi sem var þyrnir í augum yfirvalda í Sádi-Arabíu þar sem hann var gagnrýnin á stjórnarfarið í landinu.

Í bókinni kemur fram að al-Tubaigy var með sín eigin tæki og tól meðferðis, þar á meðal rafsög til að saga lík í sundur. Á upptökunum heyrist í rafmagnsverkfærum hans. Bókarhöfundar segja að margir hinna viðstöddu úr morðsveitinni hafi orði fyrir miklum tilfinningalegum áhrifum þegar líkið var hlutað í sundur. Sumir þeirra túlka sem störfuðu fyrir tyrknesku lögregluna brotnuðu saman þegar þeir heyrðu upptökurnar.

Samkvæmt upptökunum liðu fimm mínútur þar til Khashoggi lést en hann sætti pyntingum á meðan á dauðastríðinu stóð. Á upptökunum heyrist að plastpoki var settur yfir höfuð hans. Bókarhöfundar segja að Khashoggi hafi haldið ró sinni þrátt fyrir að hann hafi fljótlega áttað sig á að hann færi ekki lifandi út af ræðismannsskrifstofunni.

„Ætlið þið að drepa mig? Ætlið þið að kæfa mig?“

Spurði hann. Bókarhöfundar segja að síðustu orð hans hafi verið:

„Ekki setja neitt fyrir munninn. Ég er með asma. Þið kæfið mig.“

Fjölmiðlar skýrðu frá því í haust að Khashoggi hefði að lokum verið sprautaður með eitri sem varð honum að bana en það er ekki staðfest í bókinni. Tyrkneskir fjölmiðlar sögðu einnig að byrjað hefði verið að hluta Khashoggi í sundur áður en hann lést en ekki er komið inn á það í bókinni. Hins vegar kemur fram að það hafi tekið hálfa klukkustund að hluta líkið í sundur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Bjóða aftur í Trent
Pressan
Í gær

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í
Pressan
Í gær

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 2 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnanlegt barnsmorð: Hver myrti Miu?

Óhugnanlegt barnsmorð: Hver myrti Miu?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“