fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Hvalir við Ísland éta um sex milljónir tonna á ári

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 06:45

Hnúfubakur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að mati Hafrannsóknarstofnunar éta hvalir við strendur landsins um sex milljónir tonna á ári. Þetta kemur fram í umsögn Hafró við þingsályktunartillögu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um endurmat á hvalveiðistefnu Íslands.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Frá því að reglulegar hvalatalningar hófust 1987 hefur orðið mikil breyting á fjölda hvala við landið. Langreyði hefur fjölgað í rúmlega 30.000 dýr en voru 10.000-15.000 þegar talningar hófust. Hrefnu hefur fækkað úr um 40.000 dýrum um aldamótin í 10.000-15.000 dýr.

Í umsögn Hafró er vitnað í vísindagrein frá 1997. Haft er eftir Gísla Arnóri Víkingssyni, sjávarlíffræðingi hjá Hafró, að æti hvalanna sé ekki afli sem er tekinn frá mönnum heldur heildarát hvala við Ísland á einu ári. Hann sagði að tólf hvalategundir séu hér við landa og lítið sé vitað um hvað þær éta en út frá erlendum rannsóknum sé hægt að áætla að það séu rúmlega tvær milljónir tonna fiska en restin sé krabbadýr, áta og smokkfiskur og þess háttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Jónas Már úthúðar Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu – Alvöru blaðamenn hljóti að íhuga stöðu sína

Jónas Már úthúðar Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu – Alvöru blaðamenn hljóti að íhuga stöðu sína
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Í gær

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali
Fréttir
Í gær

Sængurkonur fengu bakreikning vegna gagnaleka Sjúkratrygginga Íslands – „Þetta er ömurlegt“

Sængurkonur fengu bakreikning vegna gagnaleka Sjúkratrygginga Íslands – „Þetta er ömurlegt“
Fréttir
Í gær

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Í gær

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu