Í grein Andersen segir meðal annars: „gætilega lagði ég snúru um háls hennar og kyssti ljóst hár hennar bless“ og „sál hennar gat flogið á brott með friði“.
Margir hafa spurt af hverju grein sem þessi sé birt, þar sem því sé lýst hvernig greinarhöfundur myrti barn sitt.
Gry Inger Reiter, ritstjóri aðsendra greina í Information, skýrði afstöðu blaðsins í leiðara í gær og sagði að henni fyndist greinin mikilvæg.
„Hugsið ykkur ef við gætum komið í veg fyrir ofbeldið. Það krefst þess að við reynum að koma í veg fyrir að ofbeldismenn verði til. Til að geta það verðum við að reyna að skilja hvað það er sem rekur fólk til ofbeldisverka.“
Mörgum lesendum fannst Andersen koma með nánast ljóðræna lýsingu á voðaverkinu.
„Nei, hann sá snúruna ekki leggjast um háls hennar og síðan sá hann ekki hvernig sál hennar slapp laus og flaug út um gluggann. Hann sá dóttur sína með útþanin augu í takmarkalausum ótta og hryllingi á meðan hún reyndi líklegast í örvæntingu að losa snúruna af hálsinum með litlum hjálparlausum fingrum sínum, reyndi í örvæntingu að ná andanum. Kannski reyndi hún að kalla á móður sína?“
Skrifaði Louise Maack Pettersson í athugasemd við greinina á Facebook en þessi athugasemd hennar hefur vakið mikla athygli.