fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fókus

Mið-Ísland sýningar hefjast á föstudag – Björn Bragi verður með

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 08:00

Björn Bragi Arnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppistandshópurinn Mið-Ísland frumsýnir nýja sýningu næsta föstudag og hafa níu sýningar verið settar í sölu. Hópurinn samanstendur af nokkrum af þekktustu uppistöndurum landsins: Ara Eldjárn, Bergi Ebba Benediktssyni, Birni Braga Arnarssyni, Halldóri Halldórssyni og Jóhanni Alfreð Kristinssyni.

Björn Bragi verður með í sýningunni samkvæmt svari Mið-Ísland við fyrirspurn á þá vegu á Facebook-síðu Mið-Íslands. Mun hann þó missa af frumsýningarhelginni þar sem hann verður staddur erlendis.

Björn Bragi hefur haldið sig utan við sviðsljósið síðustu mánuði eftir að myndband af honum, þar sem hann sést áreita unglingsstúlku kynferðislega, fór í dreifingu á samfélagsmiðlum í október.

Atvikið átti sér stað á Subway á Akureyri. Stuttu síðar baðst Björn Bragi afsökunar á framferði sínu, unglingsstúlkan sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún tók afsökunarbeiðni hans gilda.

Málið vakti mikla athygli og fékk Björn Bragi á sig gagnrýni vegna atviksins, í kjölfarið sagði hann sig frá starfi sínu sem kynnir Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, auk þess sem nokkur félög afbókuðu hann sem skemmtikraft á skemmtunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir frá risafjárhæð sem Elon Musk bauð henni fyrir að þegja um fæðingu barns þeirra

Segir frá risafjárhæð sem Elon Musk bauð henni fyrir að þegja um fæðingu barns þeirra
Fókus
Fyrir 5 dögum

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vara við fölsuðum útgáfum af Ozempic

Vara við fölsuðum útgáfum af Ozempic
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sótti innblástur í berrassaða fyrrverandi eiginkonu fyrrverandi kærastans

Sótti innblástur í berrassaða fyrrverandi eiginkonu fyrrverandi kærastans