fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Friðrika braut lærlegg og þurfti í aðgerð – Netverjar brugðust skjótt við beiðni um fjárhagsaðstoð

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 18:30

Friðrika/Mynd: aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynhildur Karlsdóttir, sem er 24 ára, er eigandi kisunnar Friðriku. Á mánudagsmorgun biðlaði Brynhildur til vina sinna á Facebook um aðstoð vegna aðgerðar sem Friðrika þurfti í, eftir slys sem hún lenti í þar sem hún brotnaði á lærlegg.

„Ég er í miklum vandræðum og langar að höfða til góðmennsku ykkar, vitandi það að þið eruð flest miklir dýravinir og almennt yndislegt fólk,“ skrifaði Brynhildur. „Friðrika, litla kisan mín sem ég og fjölskyldan mín elskum út af lífinu, lenti í slysi og brotnaði illa á lærlegg. Dýralæknirinn segir að hún þurfi að fara í aðgerð til að laga brotið ella missi hún fótinn.“

Var Brynhildi tjáð að aðgerðin kostaði 150-200 þúsund krónur, en þar sem að hún er fátækur námsmaður átti hún ekki fyrir aðgerðinni. „Ég er því ráðþrota og leita til ykkar í vandræðum mínum.

Nú velt ég fyrir mér hvort þið séuð til í að styðja mig og leggja í púkk með mér einn eða tvo þúsundkalla á mann – og eignast smá í Friðriku með mér. Kærleikur og innilegt þakklæti fyrir góða strauma, hlýhug og framlag.“

Vinir, ættingjar, Facebookvinir Brynhildar og aðrir netverjar brugðust skjótt við og safnaðist samtals 178.166 kr. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja eða hvernig ég get þakkað ykkur sem hafið hjálpað mér og Friðriku. Ég er svo þakklát að ég næ ekki almennilega utan um það. Þessi samhjálp er svo mögnuð og til eftirbreytni. Það að standa saman er held ég það sem mun bjarga heiminum og núna langar mig að geta hjálpað einhverjum öðrum í vanda,“ segir Brynhildur í færslu þar sem hún þakkar fyrir veitta aðstoð.

Friðrika var búin í aðgerðinni, fætinum bjargað og komin heim. „Hún ber sig ágætlega miðað við aðstæður og verður vonandi fljót að jafna sig.“

Í samtali við DV segir Brynhildur að henni finnist merkilegast í þessu ferli hvað fólk er ótrúlega gott. „Ég bjóst ekki við neinum miklum viðbrögðum, kannski bara að amma og einhverjir fjölskyldumeðlimir myndu hjálpa mér en ótrúlegasta fólk er búið að leggja mér lið og ég er svo meir yfir þessu og finnst þetta svo fallegt.“

Friðrika, mynd sem var tekin áður en hún brotnaði/Mynd: aðsend

Brynhildur segist spennt fyrir að geta gefið af sér til einhvers sem á þarf að halda og þannig greitt góðmennsku þeirra sem aðstoðuðu hana til baka til samfélagsins. „Mér finnst líka geggjað að þrátt fyrir að fólk sé dreift út um allt og ekki þetta sama samfélag og var áður finnst mér þetta eitthvað merki um að fólk geti hjálpast að og finnst það til marks um mikla fegurð og ég er spennt að geta hjálpað einhverjum öðrum á þennan hátt hvort sem er kattaraðgerð, andleg veikindi eða hreinlega að eiga ekki efni á leigu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“