fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Belgar banna halal- og kosher-slátrun – Gyðingar og múslímar mótmæla

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 07:40

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Flanders, í norðurhluta Belgíu, hafa bannað slátrun dýra með svokölluðum halal og kosher aðferðum sem múslímar og gyðingar nota. Með þeim aðferðum er dýrunum slátrað án þess að vera rotuð fyrst. Samkvæmt halal og kosher aðferðum eru dýrin skorin á háls og látin blæða út. Á meðan má ekki meðhöndla þau eða snerta á neinn hátt.

Múslímar og gyðingar eru ósáttir við þetta bann og segja það brjóta gegn reglum Evrópusambandsins um trúfrelsi. Flanders er fyrsta héraðið í Belgíu sem bannar slátrun án þess að dýrin séu rotuð fyrst en Wallonia mun fljótlega fylgja í kjölfarið.

Evrópuþing gyðinga sagði í umsögn um tillögurnar að þetta væri „stærsta árásin á trúarleg réttindi gyðinga síðan á hernámi nasista stóð“.

Samkvæmt lögunum verður að rota dýrin með raflosti áður en þeim er slátrað en samkvæmt frétt Daily Mail segir flest baráttufólk fyrir réttindum dýra að það sé mannúðlegri aðferð en aðferðir gyðinga og múslíma og samræmist því dýraverndarsjónarmiðum betur.

Samfélög múslima og gyðinga í Belgíu hafa mótmælt lögunum og segja að dýrin verði að vera „við fullkomna heilsu“ þegar þau eru skorin á háls og því megi ekki rota þau fyrst. Þá hafa heyrst raddir um að þetta snúist minnst um dýravelferð heldur séu lögin tilkomin vegna andúðar á gyðingum og múslímum.

í nokkrum löndum, þar á meðal Svíþjóð, Danmörku, Sviss og Nýja-Sjálandi er bannað að slátra dýrum nema þau séu rotuð fyrst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Í gær

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur