fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

„Allt mun loga í febrúar ef ekki semst“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 08:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að mati margra forystumanna verkalýðshreyfingarinnar ganga kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins (SA) alltof hægt fyrir sig. Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar, segir að allt muni loga á vinnumarkaði í febrúar ef samningar nást ekki.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar er haft eftir Aðalsteini að menn verði að einsetja sér að setja kraft í viðræðurnar með það að markmiði að ljúka þeim á næstu tveimur vikum.

„Ef svo verður ekki tel ég að verkalýðshreyfingin telji sig knúna til þess að fara í aðgerðir.“

Er haft eftir honum.

Sýn verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda á gang viðræðnanna er mismunandi því Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, sagði í samtali við Morgunblaðið að viðræðurnar væru á góðu róli.

Haft er eftir Aðalsteini Árna að mikilvægur tímapunktur sé runninn upp í viðræðunum.

„Hver mánuður er dýr fyrir okkar fólk en á sama tíma sparar atvinnulífið sér milljarða. Ef ekkert skýrist fyrr sé ég fyrir mér átök upp úr næstu mánaðamótum og sumir vilja jafnvel að það verði fyrr. Það mun í það minnsta allt loga í febrúar semjist ekki.“

Sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“
Fréttir
Í gær

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana