Eyjarnar verða gerðar utan við Avedøre Holme en um þrjár milljónir fermetra lands verða gerðar með þessu. Ríkisstjórnin kynnti þessa áætlun sína í gær. Verkið á að hefjast 2022 og ljúka um 2040. Fram kom að einnig á að flytja Lynetten, stærsta vatnshreinsunarkerfi Kaupmannahafnar, á eina af þessum nýjum eyjum. Þannig er hægt að slá tvær flugur í einu höggi því Lynetter stendur í vegi fyrir öðru stóru þróunarverkefni í borginni, Lynetteholm, þar sem á að reisa nýtt íbúðarhverfi fyrir 35.000 manns.