fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Er „sofandi“ rússneskur her í Evrópu? – Eru Rússar að stofna leynilegan her í Sviss?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 05:59

Denis Ryauzov, til hægri, að kenna Systema. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt því sem kemur fram í leynilegri skýrslu svissnesku leyniþjónustunnar Nachrichtendienst de Bundes (NDB) er hluti þeirra Svisslendinga, sem er að læra rússnesku bardagaíþróttina Systema, í hersveit sem Rússar eru að byggja upp. Svisslendingarnir læra að berjast með berum hnefum, hnífum og skotvopnum. Kennari þeirra er fyrrum liðsmaður úrvalssveita rússneska hersins.

Allt fer þetta fram fjarri kastljósi umheimsins og hinum góðu fyrirheitum afvopnunarsamninga segir svissneska götublaðið Blick en það hefur fengið aðgang að skýrslunni leynilegu. Æfingarnar fara fram í íþróttaklúbbum þar sem boðið er upp á kennslu í Systema bardagaíþróttinni. Aðalmarkmiðið með þessu er að koma á laggirnar svokölluðum „sofandi“ her en það eru borgarar sem eiga eiginlega ekki að gera neitt nema vera til og sinna sínu í samfélaginu en það mikilvæga er að þeir séu reiðubúnir til að „vakna“ þegar Moskva hefur þörf fyrir þá. Þá eiga þeir að geta valdið óróa og gert fólk óöruggt.

Eins og er fer þessi starfsemi Rússa aðallega fram í Zürich, Bern og Lugano. Einn klúbbur í Zürich sker sig úr frá hinum því merki hans er úlfshöfuð sem tengir hann sterklega, að sögn Blick, við Wolf-Holding sem er blanda af öryggisfyrirtæki og samtökum bardagaíþrótta sem tengist Moskvu sterkum böndum.

Einn af kennurunum í klúbbnum er oft í einkennisbúningi með rússneskum fána. Hann heitir Denis Ryauzov og var áður í sérsveitum leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. Hann er einmitt á refsiaðgerðalista Bandaríkjanna því hann er sagður hafa lagt aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu lið. Í Bern hafa að sögn ýmsir Rússar komið að kennslunni, þar á meðal einn sem er sagður standa rússneska dómsmálaráðherranum nærri og þar með Pútín sjálfum.

Bardagaíþróttaklúbbarnir þvertaka fyrir að hafa nokkur tengsl við rússneskar leyniþjónustur en það þarf ekki að koma á óvart að sögn Boris Reitschuster. Hann er þýskur blaðamaður og sérfræðingur í málefnum Rússlands. Hann skrifaði bók árið 2016 um net Systema í Evrópu og heitir hún: Leynilegt stríð Pútíns: Hvernig Moskva raskar jafnvæginu í Evrópu.

Í bókinni segir hann að meirihluti þátttakendanna æfi bara bardagaíþróttir og aðeins örfáir séu valdir til þátttöku í því sem Rússar eru að gera. Þeir sækjast sérstaklega eftir lögreglumönnum og öryggisvörðum að hans sögn. Þeir sem ganga Rússum á hönd fara síðan til Moskvu þar sem þeir læra að meðhöndla sprengiefni og vopn. Reitschuster segir að í Þýskalandi hafi um 300 manns hlotið þessa þjálfun.

Í myndbandinu hér fyrir neðan er hægt að sjá Denis Ryauzov kenna Systema.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið