fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Braggamálið: Fjórum spurningum ósvarað – Hvar var Stefán?

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV hefur fjallað ítarlega um Braggamálið svokallaða undanfarna mánuði, málið snýst um að búið er að eyða 425 milljónum króna af skattpeningum borgara Reykjavíkur í að byggja bragga undir veitingastað og félagsmiðstöð fyrir stúdenta Háskólans í Reykjavík. Málið hefur skapað fjaðrafok innan veggja Ráðhússins í Reykjavík og rétt fyrir jól kom úr svört skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkur um málið. DV vinnur nú að því að fara í gengum skýrsluna og hefur það reynst erfitt að fá svör frá mörgum þeirra sem koma við sögu, til dæmis hefur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ekki svarað beiðnum DV um viðtal.

Hér gefur að líta fjórar spurningar sem ekki hafa fengist svör við í tengslum við Braggamálið.

Hvað varð um 70 milljónirnar?

Enn hafa ekki fengist svör frá Reykjavíkurborg, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir DV til þess að fá þau, um hvað nákvæmlega yfir 70 milljónir fóru í vegna uppgerðar á minjum. Á sínum tíma þegar málið var í hámæli sagði Bjarni Brynjólfsson, upplýsingarstjóri Reykjavíkurborgar, það hafa verið t.d. mjög dýrt að gera upp gólfið ásamt því að arinn hafi verið gerður upp. Einnig hafi burðarbitar verið notaðir. Þegar reikningar eru skoðaðir þá kemur í ljós að uppgerð á gólfi braggans kostaði rúmar þrjár milljónir króna og hlýtur þá listinn yfir þá hluti sem var gerður upp að vera langur.

Hvað varð um tölvupóstana?

Í samtali við DV sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, að Innri endurskoðun borgarinnar hafi skoðað tölvupóstssamskipti á milli hans og Hrólfs Jónssonar, fyrrverandi skrifstofustjóra skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar. Í samtali við Innri endurskoðun borgarinnar segir hann að svo hafi ekki verið gert. Strax og skýrslan kom út bað DV um viðtal við borgarstjóra, enn hefur þeirri beiðni ekki verið svarað. DV sendi beiðni um að fá allan tölvupóst um samskipti Dags B. Eggertssonar og Hrólfs Jónssonar vegna Nauthólsvegar 100. Var svarið frá borginni á þá leið að enginn tölvupóstur væri til. Í Kastljósviðtali sagði borgarstjóri að til væri einhver tölvupóstur á milli hans og Hrólfs vegna Nauthólsvegar 100.

Hvar var Stefán?

Ekki hefur verið útskýrt hvers vegna næsti yfirmaður Hrólfs Jónssonar, Stefán Eiríksson borgarritari, hafi ekki verið upplýstur um málið. Innri endurskoðun bendir á í skýrslu sinni að bein samskiptaleið hafi verið að milli Hrólfs og Dags B. Eggertssonar vegna ýmissa mála hjá borginni en þeir segja báðir að engin samskipti hafi verið um framkvæmdir á bragganum, þrátt fyrir að þeir séu að vinna í sama skrifstofurými.

Hvað var gert við fyrri Braggaskýrsluna?

Árið 2015 skilaði Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar frá sér svartri skýrslu vegna starfsemi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar. Kom þar fram að margar brotalamir væri í starfsemi skrifstofunnar og að mikið vantaði upp á ferla. Kom Innri endurskoðun borgarinnar með 30 tillögur hvernig væri hægt að bæta starfsemi skrifstofunnar. Í skýrslunni um braggamálið er tekið sérstaklega fram að ef tillögur úr 2015 skýrslunni hafi verið framkvæmdar hefði braggamálið aldrei getað átt sér stað. Borgin hefur ekki enn þá svarað af hverju ekki var farið eftir tillögum Innri endurskoðanda á þeim tíma.

DV mun halda áfram að fjalla um Braggamálið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Í gær

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Í gær

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars
Fréttir
Í gær

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli