fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Pressan

Situr nakinn og spilar tölvuleiki allan daginn – „Ég borða mig í hel á endanum“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. janúar 2019 07:54

Casey King. Skjáskot/Family by the Ton

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hefði aldrei trúað að þegar ég yrði 34 ára myndi ég búa heima hjá pabba, vera atvinnulaus og blankur og spila tölvuleiki allan daginn og borða.“

Þetta segir Casey King í þættinum ´Family by the Ton´ en í þáttunum er fylgst með fólki og fjölskyldum sem glíma við ofþyngd og baráttu þeirra við kílóin. Casey var alltaf „stór strákur“ en á unglingsárunum fór ástandið úr böndunum þegar hann fór að vinna á skyndibitastöðum og byrjaði að borða mikið af skyndibitamat. Þá missti hann alla stjórn á þyngdinni.

Þyngdin og þar af leiðandi stærð hans gerði honum erfitt fyrir með að vinna og hann ákvað því á endanum að hætta að vinna. Þá bjó hann heima hjá móður sinni en þegar honum var sparkað þaðan út flutti hann heim til föður síns. Þar fær hann að haga lífi sínu eins og hann vill. Það þýðir meðal annars að mataræðið samanstendur af pizzum, kjúklingi, japönskum skyndibitamat og sushi í miklu magni. Þetta hefur leitt til þess að nú vegur Casey rúmlega 300 kíló.

Casey King á yngri árum.

Hann eyðir megninu af tíma sínum í herberginu sínu þar sem hann horfir á sjónvarp eða situr nakinn og spilar tölvuleiki. Hann býr í Georgíu í Bandaríkjunum og þar er yfirleitt heitt í veðri og því finnst honum óþægilegt að vera mikið klæddur inni við.

„Ég vakna um klukkan 12 og byrja þá á að ákveða hvað ég vil borða. Síðan er það sjónvarp, tölvuleikir, rúmið. Þetta er ekki mjög aktíft líf. Ég sit bara nakinn, eins frjálslegur og hægt er, og enginn truflar mig, dyrnar eru lokaðar svo allt er í góðu lagi.“

Segir Casey sem virðist ekki eiga sér stóra framtíðardrauma.

„Þetta endar örugglega með að ég borða mig í hel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?
Pressan
Í gær

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Voru að þrífa kjallara fjölbýlishúss þegar þau gerðu óhugnanlega uppgötvun

Voru að þrífa kjallara fjölbýlishúss þegar þau gerðu óhugnanlega uppgötvun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lík Hackman og eiginkonu hans bíða enn eftir að vera sótt

Lík Hackman og eiginkonu hans bíða enn eftir að vera sótt