Bananabrauð dettur aldrei úr tísku en hér er heldur betur frábær uppskrift sem allir geta fylgt.
Hráefni:
2 bollar hveiti
1 tsk. matarsódi
1/2 tsk. salt
115 g smjör, brætt
1 bolli sykur
1 stórt egg
1 eggjarauða
1/4 bolli sýrður rjómi
1 tsk. vanilludropar
3 þroskaðir bananar, maukaðir
1/2 bolli dökkt súkkulaði, grófsaxað
1/2 bolli ristaðar valhnetur, grófsaxaðar
Aðferð:
Hitið ofninn í 175°C og takið til brauðform. Klæðið það með smjörpappír og spreyið með bökunarspreyi. Blandið hveiti, matarsóda og salti saman í skál. Blandið smjöri, sykri, eggi, eggjarauðu, sýrðum rjóma og vanilludropum vel saman í annarri skál. Bætið bönunum út í og blandið saman. Bætið þurrefnunum varlega saman við blautefnablönduna og blandið þar til allt er blandað saman. Bætið súkkulaðibitum og valhnetum út í og blandið saman með sleif eða sleikju. Hellið deiginu í formið og bakið í um klukkustund. Látið hvíla í 10 mínútur í forminu, fjarlægið síðan brauðið og njótið.