fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Malín Brand: Uppeldið mótaði móðurhlutverkið

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 6. janúar 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Malín Brand er 37 ára og hefur þrátt fyrir ungan aldur upplifað meira á ævinni en margur annar. Hún var alin upp við stranga trú Votta Jehóva og þekkti ekki jól, afmæli eða annað slíkt í æsku og á unglingsárum og giftist ung manni sömu trúar. Í dag er hún nýlega trúlofuð ástinni í lífi sínu og komin í draumastörfin með kærleika og endurvinnslu að vopni.
Í viðtali við blaðamann DV ræðir Malín uppeldið og trúna, atvikið sem umturnaði lífi hennar, bíladelluna, Parkinson-sjúkdóminn, sem hún greindist með í fyrra og ástríðuna fyrir nýjum verkefnum og áskorunum.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV.

Í dag elskar Malín jólin, sem hún fékk ekki að njóta sem barn. „Við Óðinn erum mikið jólafólk og mér sýnist bæði Doddi og Bragi sáttir við það. Ég er ekki á síðustu stundu með neitt, því ég vil njóta þess í desember að japla á jólunum.“

Mótaði æskan hvernig þú ólst eigið barn upp?

„Ég held ég sé pínu öfga jóla og afmælis, af því ég vil ekki að eitthvað úr minni æsku skyggi á. Mitt uppeldi er víti til varnaðar og ég leitast við að veita Óðni vitsmunalega örvun,“ segir Malín, sem segist ekki hafa þolað þegar hún sem barn, fékk sama svar við spurningum sínum: „Þú færð að vita það seinna, þegar þú verður stór“.

„Ég svara honum alveg óhikað með að ég viti ekki eitthvað, en þá förum við saman og leitum upplýsinga. Óðinn er tíu ára og við ræðum mikið málin; trúmál, pólitík og margt fleira. Ég legg líka ríka áherslu á að þó að ég trúi ekki á guð, þá hefur hann frelsi til að velja og frelsi til að hafna.

Sem barn mátti ég ekki lesa allar bækur sem ég vildi, ég man til dæmis að mamma fór með Veröld Soffíu og skilaði henni á bókasafnið, sagði bókina heimspeki og ég mætti ekki lesa svoleiðis.“

 

d

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja
Fókus
Fyrir 3 dögum

Örlagarík reynslusaga Evu Gunnarsdóttur komin út – Hefur tekist á við mikla erfiðleika

Örlagarík reynslusaga Evu Gunnarsdóttur komin út – Hefur tekist á við mikla erfiðleika
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“