Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Karli Sigurðssyni, sérfræðingi hjá Vinnumálastofnun, að þrátt fyrir þessa fjölgun starfa muni atvinnuleysi aukast á árinu því fjölgunin sé minni en væntanleg fjölgun fólks á vinnumarkaði. Útlit er fyrir að atvinnuleysi verði 2,8 prósent á árinu að meðaltali en það var 2,3 prósent á síðasta ári.
Vinnumálastofnun taldi að 2.500 ný störf yrðu til á síðasta ári en þau urðu 4.000 þegar upp var staðið.