fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Milljónaborgin Miami er að drukkna

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 6. janúar 2019 15:30

Miami gæti farið undir sjó fyrir aldamót. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Miami í Flórída á að lifa loftslagsbreytingarnar af þarf að hækka vegi og hús og vernda þarf drykkjarvatnið en hætta er á að saltvatn komist í það. Miami er byggð á kalksteinsundirlagi og vatn er allt í kringum borgina sem má kannski líkja við Feneyjar að vissu leyti.

Samkvæmt svartsýnustu loftslagsskýrslum mun yfirborð sjávar hækka um einn metra við hluta suðurodda Flórída fyrir næstu aldamót. Það mun hafa í för með sér að stór hluti af Miami fer undir sjó. Borgaryfirvöld hafa nú þegar brugðist við þessu og hafa nú þegar eytt mörg hundruð milljónum dollara í að hækka vegi með því að leggja nýja ofan á þá gömlu. Sum hverfi borgarinnar hafa verið hækkuð um rúmlega einn metra. Öflugt dælukerfi er síðan notað til að reyna að vernda borgina og drykkjarvatnið frá flóðum.

Suðurhluti Flórída er eitt þeirra svæða í Bandaríkjunum sem mun fara verst út úr loftslagsbreytingunum. Í nýlegri skýrslu frá bandarísku ríkisstjórninni kemur fram að loftslagsbreytingarnar muni valda miklu tjóni í Bandaríkjunum, bæði á eigum fólks og innviðum. Í skýrslunni, sem var unnin af 300 vísindamönnum, kemur fram að ef ekki verður gripið til harkalegra aðgerða til að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda muni tjónið hlaupa á hundruðum milljarða dala árlega. Þessari svörtu framtíð finna húseigendur í Miami nú þegar fyrir en verð á lúxusvillum nærri sjónum hefur þegar lækkað og fer lækkandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 5 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin