fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
433

Eriksen er nú orðaður við United: Pochettino veit ekki hvort hann skrifi undir nýjan samning

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 3. janúar 2019 15:36

Christian Eriksen er stærsta stjarna danska liðsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham gæti neyðst til að selja Christian Eriksen í sumar ef ekki tekst að ná samkomulagi um nýjan samning.

Samningur Eriksen rennur út sumarið 2020 og verður því bara eitt ár eftir af honum næsta sumar. Tottenham vonast til að hann framlengi.

Viðræður við umboðsmann Eriksen hafa hins vegar ekki borið árangur og veit Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham ekki hvernig málið fer.

,,Ég er ekki maður sem pæli of mikið í þessum hlutum, stundum eru hlutir sem þjálfarar geta ekki stjórnað,“ sagði Pochettino en Eriksen er orðaður við Manchester United og fleiri stórlið.

,,Þetta fer eftir ýmsu, Eriksen er mikilvægur leikmaður fyrir Tottenham og sem þjálfari þá vil ég halda þannig leikmanni.“

,,Þetta eru viðræður og það eru nokkrir aðilar að borðinu, það væri frábært ef Eriksen myndi framlengja. Ef hann gerir það ekki þá hefur hann rétt á því.“

,,Hann er ánægður hérna, hann legur sig fram. Það sem gerist á milli hans og félagsins er ekki í mínum höndum.“

Pochettino sjálfur er orðaður við Manchester United en liðið mun ráða stjóra til framtíðar næsta sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guardiola viðurkennir að hafa hugsað sig um – Fjögur töp í röð hjálpuðu til

Guardiola viðurkennir að hafa hugsað sig um – Fjögur töp í röð hjálpuðu til
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lykilmaður Arsenal frá í marga mánuði

Lykilmaður Arsenal frá í marga mánuði
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Virðist ekki sjá eftir ummælunum en baðst ‘afsökunar’ – ,,Hann er 30 ára gamall“

Virðist ekki sjá eftir ummælunum en baðst ‘afsökunar’ – ,,Hann er 30 ára gamall“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Adam Ægir í ítarlegu viðtali: Hæðir og lægðir á fyrstu mánuðunum erlendis – „Eins og staðan er núna er alveg erfitt að labba um göturnar“

Adam Ægir í ítarlegu viðtali: Hæðir og lægðir á fyrstu mánuðunum erlendis – „Eins og staðan er núna er alveg erfitt að labba um göturnar“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Van Dijk gat valið á milli Manchester City og Chelsea

Van Dijk gat valið á milli Manchester City og Chelsea
433Sport
Í gær

Breiðablik hefur áhuga á Benedikt Warén

Breiðablik hefur áhuga á Benedikt Warén
433Sport
Í gær

Fjarvera Hareide í dag vekur athygli – Þorvaldur lætur ekki ná í sig til að ræða framtíðina

Fjarvera Hareide í dag vekur athygli – Þorvaldur lætur ekki ná í sig til að ræða framtíðina