Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United fékk aðeins samning út þessa leiktíð og síðan ætlar stjórn félagsins að skoða stöðuna.
Jose Mourinho var rekinn frá United, seint í desember og Solskjær var ráðinn inn sem tímabundinn stjóri.
Solskjær hefur byrjað með látum, fjórir sigrar í fjórum leikjum og United á eftir möguleika á Meistaradeildarsæti.
,,Ég vil ekki fara, að sjálfsögðu ekki,“ sagði Solskjær eftir sigur á Newcastle í gær þegar hann var spurður um áhuga sinn á starfinu.
Stjórn United er að skoða málin en Mauricio Pochettino stjóri Tottenham er sagður efstur á óskalista félagsins. Ef Solskjær heldur áfram á svipaðri braut verður hins vegar erfitt að horfa framhjá honum.
,,Þetta eru frábærir leikmenn, magnað andrúmsloft í kringum það. Þetta snýst samt bara um næsta leik.“
,,Ég vinn mína vinnu svo lengi sem ég er hérna, ef þú vinnur fjóra í röð þá getur þú unni næstu fjóra líka.“
,,Það er áskorunin fyrir okkur, það er það sem við viljum. Þetta voru alltaf skilaboðin frá Sir Alex Ferguson.“