Þessi súpa er algjörlega frábær og þarf bara nokkur einföld hráefni og smá tíma aflögu til að útbúa hana. Hún er líka frekar holl og hentar þeim sem borða eftir Paleo-mataræðinu.
Hráefni:
2 dósir maukaðir tómatar
1 bolli beinaseiði eða vatn
¼ tsk. pipar
1 tsk. salt
1/3 bolli ferskt basil
2 msk. hvítlauksolía eða venjuleg olía
900 g kjúklingur, skorinn í bita
1 dós kókosmjólk
Aðferð:
Takið til stóran pott og blandið tómötum, seiði, pipar, salti, basil og hvítlauksolíu vel saman. Bætið kjúklingnum saman við og hrærið. Eldið á meðalhita með lokið á í um 25 mínútur og hrærið reglulega í blöndunni. Takið af hitanum og fjarlægið kjúklinginn úr blöndunni. Maukið síðan súpuna með töfrasprota (þessu má sleppa). Bætið kókosmjólk og kjúklingnum út í og eldið í 5 mínútur til viðbótar. Skreytið með basil eða hvítlauksolíu ef þess er óskað.