fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Ögmundur kemur Klaustursþingmanni til varnar: „Nokkuð til í því sem segir í Grettissögu, að satt sé sem mælt er,“að öl er annar maður”

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 3. janúar 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ögmundur Jónasson, fyrrum ráðherra Vinstri grænna, kemur Bergþóri Ólasyni, þingmanni Miðflokksins, til varnar í áramótaþönkum sínum á heimasíðu sinni. Bergþór þótti einna orðljótastur þeirra sexmenninga sem sátu að sumbli á Klaustri bar og náðust á upptöku Báru Halldórsdóttur. Fjórir þingmenn Miðflokksins hyggjast kanna réttarstöðu sína fyrir Landsrétti, þar sem þeir undu ekki úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem hafnaði beiðni þeirra um vitnaleiðslur og öflun gagna.

Að gæta bróður síns

Ögmundur minnist á að Bergþór hafi gefið bróður sínum annað nýra sitt fyrir mörgum árum og ekki haft hátt um það, sem sé vísbending um hans innri mann:

„Alþingismaður, sem ásamt félögum sínum gerðist orðljótur í ölæði, er hrópaður út í ystu myrkur, þess krafist að hann stigi aldrei fæti aftur inn á þing, “enda ekki hægt að bjóða okkur að deila vinnustað með slíkum mönnum.” Og síðan er því bætt við að þakka skuli fyrir að illt innrætið hafi verið opinberað, það hafi þó komið fram við skál á Klausturbar. Samfélaginu öllu hafi í kjölfarið, fyrir tilstilli fjölmiðla, verið opnuð sýn á innri mann og menn.

Síðan líða dagarnir og það hendir einhver okkar að fletta í gömlum blöðum. Og viti menn, á daginn kemur að sami maður og nú er sagður hvergi mega vera, gaf fyrr á tíð bróður sínum nýra sitt og hafði aldrei hátt um það. Þá er spurt, var þar ekki á ferð “innri maður”? Og enn er leitað svara, hvor er betri orðvari en jafnframt sérgóði maðurinn, sem engum gaf nýra sitt, eða hinn sem gætti bróður síns með framangreindum hætti?

Öl er annar maður

Þá virðist Ögmundur telja að ekki eigi að dæma menn of hart sem hafi fengið sér of mikið neðan í því, þar sem þá megi „laga“, en þess má geta að á upptökunum segir Gunnar Bragi Sveinsson að Bergþór eigi að hætta að drekka þetta„helvítis“ appelsín.

Ögmundur segir að sýna eigi umburðarlyndi:

„Hver ætlar að setjast í dómarasæti? Á hverjum þarf að biðjast afsökunar úr æðstu stólum þings og þjóðar? Og hver telur sig þess umkominn? Þegar allt kemur til alls kann að vera nokkuð til í því sem segir í Grettissögu, að satt sé sem mælt er,“að öl er annar maður…” Var það kannski “innri maðurinn” sem gaf nýrað en “annar maður” sem illu heilli reif kjaft og meiddi fólk – illa. Þann mann má laga. Svo kenna bestu andans menn.

Við manninn, hvort sem hann er sá innri eða hinn ytri, ber að leggja rækt og þá líka sýna umburðarlyndi; veita hinu virðingarverða í manneskjunni stuðning jafnvel þótt í henni kunni að finnast brotalamir. Þær er að finna í okkur flestum. Þau eru hins vegar ekki á hverju strái sem sýnt hafa í verki að þau gæti bróður síns eða systur.  Þetta mætti íhuga áður en slegið er í bjöllu til að biðjast afsökunar á þeim hinum sömu.Þegar mönnum verður á, misstíga sig eða meiða aðra, þá er það þeirra sjálfra að horfast í augu við orð sín og gjörðir og eftir atvikum biðjast afsökunar.Það er svo aðeins þeirra sem finna til af völdum annarra að veita fyrirgefningu ef þá á annað borð er um slíkt að ræða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?