fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Refur réðst á barn sem svaf í vagni sínum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. janúar 2019 08:36

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er venja margra foreldra á Norðurlöndunum að láta börn sín sofa úti við í vagni. Lögreglan í Noregi hefur nú varað foreldra við þessu í kjölfar þess að refur hoppaði upp í barnavagn, þar sem 10 mánaða barn svaf, og réðst á það. Þetta gerðist í Finnmörku í norðurhluta landsins.

Það vildi til happs að foreldrarnir höfðu sett hlustunartæki í vagninn þannig að þau gátu heyrt ef eitthvað gerðist í og við vagninn.

„Þegar ég kom út var árásargjarn refur hálfur ofan í vagninum og tíu mánaða Sander öskraði og það blæddi úr kinn hans.“

Sagði faðir hans, Bjørn-Milliam Angell, í samtali við vg.no. Hann tók blómapott og sló til refsins með honum en hann haggaðist ekki heldur varð enn árásargjarnari og illskeyttari. Bjørn öskraði þá á refinn og náði að draga barnavagninn inn í forstofuna en refurinn reyndi að fylgja á eftir inn.

Refurinn var magur, hárlaus og hafði misst helminginn af skottinu. Það er vegna sjúkdóms sem getur lagst á refi en hann veldur kláða og klóra refir feldin af sér og verða árásargjarnir. Refir, sem fá þennan sjúkdóm, drepast innan nokkurra mánaða úr kulda, vannæringu og fleiru.

Talsmaður lögreglunnar sagði í samtali við VG að þetta hefði getað farið mun verr því refurinn hefði í versta falli getað dregið Sander upp úr vagninum.

Sander hefur það gott, er með áverka eftir refinn en er að jafna sig.

Refurinn hefur ekki enn fundist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið