fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fréttir

Margar ósvaraðar spurningar í kringum Braggamálið

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Sunnudaginn 6. janúar 2019 19:00

Bragginn við Nauthólsveg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Braggamálið svokallaða hefur verið í fjölmiðlum undanfarna mánuði og skapaði fjaðrafok innan borgarstjórnarinnar í Reykjavík. Búið er að eyða 425 milljónum króna af skattpeningum borgara Reykjavíkur í að byggja bragga undir veitingastað og félagsmiðstöð fyrir stúdenta Háskólans í Reykjavík. Bragginn var upprunalega byggður í síðari heimsstyrjöld og var hann hluti af hóteli. Hótelið brann svo og lá undir skemmdum í fjölmörg ár.

Fram kom í fréttatilkynningu haustið 2015 að bragginn væri hluti af metnaðarfullri áætlun Háskólans í Reykjavík um að byggja upp nýsköpunargarð að erlendri fyrirmynd. Vinna átti verkið í samráði við stúdenta HR og hafa þar félagsaðstöðu, veitingasölu stúdenta og aðstöðu fyrir sprotafyrirtæki. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði við undirritun samninganna á sínum tíma: „Ástæðan fyr­ir því að borg­in vill leggja þessu lið er að við vilj­um að borg­in sé spenn­andi staður, þar sem verða til nýj­ar hug­mynd­ir og ný fyr­ir­tæki og þetta verk­efni pass­ar mjög vel inn í þá mynd.“ Upprunalega átti að verja 158 milljónum í verkefnið.

Auðvelt fyrir borgarstarfsmenn að brjóta lög og reglur

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, hefur ítrekað í viðtölum við fjölmiðla talað um að um minjavernd væri að ræða þegar hann er spurður út í braggamálið. Minjavernd ríkisins hins vegar taldi ekki að bragginn myndi falla undir lög um minjavernd og var því ekki um minjavernd að ræða þegar bragginn var gerður upp. Einnig kemur fram í skýrslu Innri endurskoðunar að það hafi verið eftir hentugleika arkitekts verkefnisins hvað ætti að varðveita og hvað ekki. DV hefur í meira en tvo mánuði beðið um heildarlista yfir þau verkefni sem borgin flokkaði undir kostnað vegna verndunarsjónarmiða, en heildarkostnaður vegna þess var 71 milljón.

Enn hefur DV ekki borist listi yfir þessi verkefni og er ástæðan fyrir því, að sögn Bjarna Brynjólfssonar, upplýsingarstjóra Reykjavíkurborgar, sú að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar hefur ekki enn svarað beiðni hans um að fá fullan lista. Sama skrifstofa tók sér meira en ár í að svara borgarlögmanni og afhenda honum gögn varðandi skoðun hans á braggamálinu.

Framkvæmdum við braggann er ekki enn lokið en forseti borgarstjórnar gaf það út 11. október að borgarbúar myndu ekki greiða krónu í viðbót í braggann. Samkvæmt leigusamningi á milli Háskólans í Reykjavík og Reykjavíkurborgar er talað um að leigan eigi við fullbúið húsnæði. DV óskaði eftir reikningum fyrir leigu á húsnæðinu sem Reykjavíkurborg sendi á Háskólann í Reykjavík þann 20. desember síðastliðinn, enn hefur ekki borist svar frá Reykjavíkurborg vegna þeirrar fyrirspurnar.Samkvæmt skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar er augljóst að nánast allt hafi farið úrskeiðis varðandi þessa framkvæmd og sýndi skýrslan hversu auðvelt það er fyrir borgarstarfsmenn að brjóta bæði lög og reglur í starfi og eyða hundruðum milljónum króna skattgreiðenda án þess að bera nokkra ábyrgð á mistökum sínum.

Skipaður hefur verið hópur sem á að fara yfir tillögur Innri endurskoðunar um hvernig koma eigi í veg fyrir að svona nokkuð geti gerst aftur innan stjórnsýslu borgarinnar. Mun Dagur B. Eggertsson leiða þá vinnu. Hafa borgarfulltrúar minnihlutans bent á að það sé afar óheppilegt að Dagur leiði þá vinnu þar sem hann var meðal annars yfirmaður Hrólfs Jónssonar, ásamt því að hann hafi ekki brugðist neitt við ábendingum Innri endurskoðunar frá árinu 2015.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Útlit fyrir leiðindaveður á kjördag – Stíf norðaustanátt með snjókomu eða rigningu

Útlit fyrir leiðindaveður á kjördag – Stíf norðaustanátt með snjókomu eða rigningu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Færeyingar eru ekki frændur okkar – Frekar fjarskyldir ættingjar

Færeyingar eru ekki frændur okkar – Frekar fjarskyldir ættingjar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Þetta lýsir alveg einstaklega skaðlegu viðhorfi til þess hvernig umgangast beri sameiginlega sjóði landsmanna“

„Þetta lýsir alveg einstaklega skaðlegu viðhorfi til þess hvernig umgangast beri sameiginlega sjóði landsmanna“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjölskylda í sárum eftir stórþjófnað í nótt – Tóku bíl sonarins og hreinsuðu verðmæti úr bíl fjölskylduföðurins

Fjölskylda í sárum eftir stórþjófnað í nótt – Tóku bíl sonarins og hreinsuðu verðmæti úr bíl fjölskylduföðurins