Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Þar segir að þegar leitað var að framleiðanda Áramótaskaupsins hafi komið fram að RÚV myndi greiða honum 32 milljónir. Það var fyrirtækið Glassriver sem fékk verkið.
Áhorfstölur benda til að fleiri hafi horft á skaupið að þessu sinni en á undanförnum árum en meðaláhorf mældist 73% og uppsafnað áhorf 75% en um bráðabirgðatölur er að ræða.