Þessi baka er einstaklega einföld þar sem hún er ekki með botn, sem vefst oft fyrir fólki. Þá er hún í þokkabót lág í kolvetnum sem hentar mörgum þessa dagana.
Hráefni:
1 msk. smjör
225 sveppir, þunnt skornir
1 skalottlaukur, smátt skorinn
2 bollar spínat
salt og pipar
8 stór egg
1/4 bolli mjólk
1/4 bolli sólþurrkaðir tómatar, smátt skornir
1/4 bolli rifinn parmesan ostur
Aðferð:
Hitið ofninn í 190°C. Bræðið smjörið í pönnu yfir meðalhita. Bætið sveppum út í og leyfið þeim að malla í 2 mínútur án þess að hræra í þeim. Hrærið síðan í sveppunum og leyfið þeim að malla í 5 til 6 mínútur í viðbót. Bætið lauknum út í og eldið í um 1 mínútu. Bætið spínati við og eldið þar til það er fölnað, í um 1 mínútu. Saltið og piprið og takið af hitanum. Blandið eggjum, mjólk, tómötum og parmesan osti vel saman í skál. Blandið sveppablöndunni saman við og saltið og piprið aftur. Hellið í eldfast mót eða bökuform, sirka 23 sentímetra stórt, og bakið þar til eggin eru elduð, í um 18 til 20 mínútur. Leyfið bökunni að kólna í um 3 mínútur áður en hún er borin fram.