fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?

Pressan
Miðvikudaginn 25. desember 2024 06:19

Sérð þú það sama og Anderson?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið gaman að skoða gömul póstkort og jólakort. Rifja upp gamlar minningar og minnast góðra stunda. En það getur líka komið fyrir að fólk sjái eitthvað nýtt á þessum kortum, eitthvað sem það hefur ekki tekið eftir til þessa.

Það var einmitt það sem gerðist hjá Matthew Anderson þegar hann var að skoða gömul jólakort með fjölskyldu sinni um jólin fyrir nokkrum árum. Á einu kortanna, sem mynd af fjölskyldu hans prýddi, sá hann smáatriði sem hann hafði ekki tekið eftir áður en hefur verið mörgum til skemmtunar eftir að Anderson birti myndina á Twitter.

Twitterfærsla Anderson.

Anderson er þekktur rithöfundur og margir sem fylgja honum á Twitter og því margir sem sáu færslu hans. Á myndinni eru Anderson, systir hans og foreldrar þeirra. Það er einmitt systir hans sem tengist myndinni einnig sterklega því í vasa Anderson má sjá hamstur og það er hamstur sem systir hans átti. Þetta fannst honum nokkuð skondið og ákvað því að birta myndina á Twitter.

Og þarna er hamsturinn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Þess vegna á ekki að skræla kartöflur áður en þær eru soðnar eða bakaðar

Þess vegna á ekki að skræla kartöflur áður en þær eru soðnar eða bakaðar
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði
Pressan
Í gær

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið
Pressan
Í gær

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum