Það var einmitt það sem gerðist hjá Matthew Anderson þegar hann var að skoða gömul jólakort með fjölskyldu sinni um jólin fyrir nokkrum árum. Á einu kortanna, sem mynd af fjölskyldu hans prýddi, sá hann smáatriði sem hann hafði ekki tekið eftir áður en hefur verið mörgum til skemmtunar eftir að Anderson birti myndina á Twitter.
Anderson er þekktur rithöfundur og margir sem fylgja honum á Twitter og því margir sem sáu færslu hans. Á myndinni eru Anderson, systir hans og foreldrar þeirra. Það er einmitt systir hans sem tengist myndinni einnig sterklega því í vasa Anderson má sjá hamstur og það er hamstur sem systir hans átti. Þetta fannst honum nokkuð skondið og ákvað því að birta myndina á Twitter.