Nafnið ´Patriot Act´ vísar til samnefndra laga í Bandaríkjunum en þau voru sett í kjölfar hryðjuverkaárásanna á landið í september 2001. Lögin veita leyniþjónustum landsins nánast frjálsar hendur um hvað sem er.
Þættir Hasan Minhaj voru frumsýndir í október. Í umræddum þætti tekur Minhaj, sem er múslimi fæddur í Bandaríkjunum, stjórnvöld í Sádi-Arabíu fyrir eftir morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Gagnrýnin beinist sérstaklega að krónprinsinum Mohammed bin Salman sem er af mörgum talinn maðurinn á bak við morðið.
The Financial Times skýrir frá þessu. Blaðið segir að ákvörðun Netflix um að láta undan kröfum Sáda veki upp spurningar um hvar mörk tjáningarfrelsis á netinu liggi. Karen Attiah, ritstjóri Khashoggi hjá The Washington Post, segir þessa ákvörðun Netflix „hneyksli“.
Í tilkynningu frá Netflix kemur fram að efnisveitan styðji „heilshugar listrænt frelsi um allan heim“ en að þátturinn hafi verið tekinn úr sýningu vegna „gildrar beiðni sem er byggð á lagalegum grunni“. Ekki er lengur hægt að horfa á þáttinn í Sádi-Arabíu en hann er aðgengilegur í öðrum löndum.