Söngvarinn Ricky Martin og eiginmaður hans, Jwan Yosef, fögnuðu nýju ári með kærkominni viðbót við fjölskylduna, dóttur.
Hjónin tilkynntu fæðingu dótturinnar, Lucia Martin-Yoseef, með færslu á Instagram á gamlársdag.
https://www.instagram.com/p/BsEY2hjnRtW/?utm_source=ig_embed
„Það gleður okkur að tilkynna að við erum orðnir foreldrar fallegrar og heilbrigðrar stúlku, Lucia Martin-Yosef. Þetta hefur verið sérstakur tími fyrir okkur og við getum ekki beðið eftir að sjá hvert þessi stúlka leiðir okkur. Bæði bræður hennar, ég og Ricky elskum hana heitt.“
Fyrir eiga hjónin tvíburasynina Valention og Matteo, sem eru 10 ára og Martin eignaðist með staðgöngumóður.