Erlingur Sigvaldason, nemandi í Verzlunarskóla Íslands, útbjó fremur óhefðbundin dagatöl til sölu í desember; dagatöl með myndum af rangeygðum stjórnmálamönnum.
Vel var tekið í dagatölin og hafa hátt í 300 farið í dreifingu. Og nú býður Erlingur fjögur þeirra upp á Facebook-síðu sinni, auk þess sem heppinn deilari getur einnig eignast eintak.
Dagatölin eru árituð frá öllum þeim einstaklingum sem í dagatalinu eru, a frátöldum Guðna Th., forseta Íslands, og mun allur ágóði fara óskiptur til Barnaspítala Hringsins.
Uppboðinu lýkur á miðnætti 2. janúar og er því ekki eftir neinu að bíða fyrir áhugasama um að skottast yfir á Facebook-síðu Erlings og gera tilboð.