Þessi einfaldi réttur er algjör snilld og fullkominn á ryðguðum morgnum. Við mælum hiklaust með þessum á nýársdag þegar að heilsan gæti verið betri.
Hráefni:
10 stór egg
1 1/2 bolli mjólk
2 tsk. Dijon sinnep
2 tsk. ferskt timjan
1 tsk. hvítlaukskrydd
salt og pipar
4 bollar fransbrauð, skorið í teninga
225 g skinka, skorin í bita
1 1/2 bolli rifinn ostur
Aðferð:
Hitið ofninn í 175°C. Þeytið egg, mjólk, sinnep, timjan, hvítlaukskrydd, salt og pipar vel saman í stórri skál. Smyrjið stórt, eldfast mót. Raðið brauðinu í botninn og dreifið skinku og osti yfir brauðið. Hellið eggjablöndunni yfir herlegheitin og bakið í 45 til 55 mínútur, eða þar til eggin eru elduð. Rétt er að taka fram að hægt er að geyma réttinn óbakaðan yfir nótt í ísskáp en þá skal pakka forminu vel inn í álpappír. Berið fram og skreytið með timjan.