Sara Björk Gunnarsdóttir var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins 2018 en hún fékk flest atkvæði í valinu.
Söru ættu allir landsmenn að þekkja en hún á að baki 120 landsleiki fyrir Ísland og er fyrirliði liðsins.
Sara hefur undanfarin tvö ár leikið með Wolfsburg í Þýskalandi en hún hóf ferilinn hér heima með Haukum.
Hún hefur áður verið tilnefnd til verðlaunanna en þetta er í fyrsta sinn sem hún fær þau í hendurnar.
Sara vann tvennuna með Wolfsburg á síðustu leiktíð en liðið fagnaði sigri í bæði deild og bikar.
Við óskum Söru til hamingju með verðlaunin.