fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Hermann Göring lét sækja íslenska fálka

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 18:00

Falkenhof Nasistar voru mjög áhugasamir um fálka.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hermann Göring var einn af þekktustu og alræmdustu nasistum Þýskalands og þekktastur fyrir að leiða þýska flugherinn. Hann gegndi þó mörgum öðrum stöðum innan þriðja ríkisins, þar á meðal að halda utan um veiðifugla. Árið 1937 sendi Göring tvo sendiboða til Íslands til að sækja fálka. Fengu þeir alls tólf fálka sem þeir fluttu til Þýskalands og dreifðu um fálkabúin þar. Síðar var opnað stórt fálkabú við útrýmingarbúðirnar Buchenwald sem Heinrich Himmler hafði umsjón með. Var það reist með blóði, svita og tárum þræla úr búðunum.

Fengu tólf fálka

Sumarið 1937 sendi Göring til Íslands tvo menn til þess að kaupa fálka fyrir ríkisfálkabú Þýskalands. Sá sem leiddi þann leiðangur var doktor að nafni Heinz Brull, mjög þekktur fuglafræðingur í Þýskalandi og frændi Göring. Með honum var fálkatemjari að nafni Knoespel.

Sendiboðum Göring var mjög ágengt í leit sinni að íslenskum fálkum. Þeir komu með skipinu Dettifossi til Reykjavíkur og komu við á Ísafirði og á Akureyri. Ferðuðust þeir um Vestfirði, Norðurland og Austurland og fengu alls tólf fálkaunga. Níu keyptu þeir, tvo fengu þeir að gjöf frá Búnaðarfélagi Íslands og einn að gjöf frá Gísla „Gitler“ Sigurbjörnssyni, sem eitt sinn leiddi flokk Íslenskra þjóðernissinna. Einnig kvikmynduðu félagarnir fálkana og hreiður þeirra. Skýrsla er til um leiðangurinn og geymd hjá Bændasamtökunum. Gerði sagnfræðingurinn Auðun Arnórsson grein fyrir henni í tímaritinu Frey árið 2005.

Dr. Heinz Brull
Morgunblaðið 7. júlí 1937.

Sýndir við höfnina

Fálkarnir voru til sýnis við Reykjavíkurhöfn þegar Brull og Knoespel héldu á brott aftur með Dettifossi. Fengu þeir rjúpur og dúfur að éta og þrifust vel. Morgunblaðið tók þá viðtal við dr. Brull og hann sagði:

„Þessum tólf fálkum verður dreift á ýmis fálkabú í Þýskalandi, í Thuringen, Sachsen, í veiðimannabú Hermann Göring-stofnunarinnar í Braunschweig og tvo tek ég sjálfur með mér á eigið bú á norðurströnd Þýskalands.“

Sagðist hann þá þegar hafa tekið eftir læknisfræðilegu atriði í sambandi við fálkana. Að eitlanabbar söfnuðust í efri góm þeirra yngstu. Þessi sömu einkenni leiddu jafnan þýska fálka til dauða og kæmu yfirleitt fram þegar kalt var og rakt. Brull kippti því nöbbunum út með töng, hreinsaði sárin og geymdi þá í þurru og hlýju herbergi. Urðu þeir þá aftur heilbrigðir.

„Þegar við erum komnir með fálkana til Þýskalands, verður þeim fyrst sleppt lausum um þriggja vikna skeið, en við getum treyst því, að þeir komi til okkar jafnan aftur til þess að láta gefa sér. Að þessum þremur vikum loknum verður farið að venja þá við veiðar,“ sagði dr. Brull.

Þýsku félagarnir voru meðvitaðir um að hægt væri að ganga mjög nærri stofninum. Brýndu þeir fyrir íslenskum bændum og þeim sem veiddu fálka að skilja einn unga eftir í hverju hreiðri. Annars myndi stofninn deyja út.

Hermann Göring
Veiðimálastjóri þriðja ríkisins.

Dýpri skilningur á kynþáttahugtakinu

Nasistarnir höfðu mikinn áhuga á fálkaveiðum og fálkatamningu. Þessi íþrótt hafði alltaf verið til staðar í Þýskalandi en var hún ríkisvædd þegar Hitler komst til valda. Fálkaveiðar voru taldar forn germanskur siður sem bæri að endurlífga og halda í heiðri. Kynþáttahugtakið kom einnig við sögu. Í erindi dr. O. Kleinschmits á ráðstefnu í ríkisfálkabúinu haustið 1937 var sagt að veiðifálkinn væri óumdeilanlega ein af göfugustu verum jarðkringlunnar. Væri hann eitt mikilvægasta dæmið um kynþáttahugtakið og dýpri skilning á því.

SS hafði yfirumsjón með fálkatamningunni og margir nafntogaðir nasistar sýndu henni mikinn áhuga. Hermann Göring var sá sem hafði hvað mestan áhuga, auk Heinrichs Himmler, leiðtoga SS-sveitanna.

Hermann Göring var einn af valdamestu mönnum Þriðja ríkisins. Nánast alla valdatíð Hitlers gegndi Göring stöðu þingforseta. Þekktastur var hann þó fyrir að stýra hinum volduga flugher nasista, Luftwaffe. Færri vita að Göring bar einnig titilinn yfirveiðistjóri Þriðja ríkisins. Göring var æðsti embættismaðurinn sem náðist á lífi eftir stríð og var dreginn fyrir dómstóla í Nurnberg. Þar var hann dæmdur til dauða en náði að fremja sjálfsvíg nóttina áður en átti að hengja hann.

Ríkisfálkabúið var stofnað árið 1935 og staðsett í Riddagshausen í norðurhluta Þýskalands. Árið 1940 voru opnaðar bækistöðvar fálkatamningar og fálkaveiða, SS Falkenhof, og voru þær staðsettar í námunda við Weimar Buchenwald-útrýmingarbúðirnar í austurhluta landsins. Svæðið var opið almenningi og þar nálægt var einnig dýragarður með alls kyns skepnum. Flestir sem heimsóttu svæðið voru háttsettir menn úr hernum og embættismannakerfinu og fjölskyldur þeirra. Fálkarnir voru fengnir víða að. Sérstaklega margir voru keyptir frá Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum. Í Falkenhof voru einnig aðrir ránfuglar, svo sem margar tegundir af örnum og haukum. Þrælar úr Buchenwald voru notaðir til að byggja svæðið og halda því við.

 

Örlögin ókunn

Kaup Göring á íslensku fálkunum voru ekki síður gerð í vísindalegum tilgangi en upp á sport. Fjölmargir fálkar sem sendir voru úr landi höfðu drepist. Hvort sem var í Bretlandi eða á meginlandi Evrópu. Vildi Göring skera úr um hvort að íslensku fálkarnir þyldu suðrænna loftslag. Einnig vildi hann kortleggja íslenska fálkastofninn og að Þjóðverjar fræddust um lifnaðarhætti þeirra. Ekki er vitað hvað varð um íslensku fálkana sem Göring lét flytja til Þýskalands, hvort þeir hafi drepist eins og svo margir eða lifað. Jafnvel endað í Falkenhof.

Viðhorf Íslendinga sjálfra til útflutnings fálka á þessum tíma var misjafnt. Sumir töldu að fálkarnir yrðu Íslandi til prýði erlendis og góð landkynning. Aðrir höfðu áhyggjur af því að gengið yrði of nærri stofninum því að þetta væru sjaldgæfir fuglar. Lengi höfðu Danakonungar sóst mjög eftir íslenskum fálkum, bæði til eigin nota en einnig til að gefa erlendum þjóðhöfðingjum. Árið 1764 voru til að mynda 210 fálkar fluttir frá Íslandi til Danmerkur. Á 19. öld dró þó mjög úr útflutningi á íslenskum fálkum og árið 1806 var fálkabú konungs lagt niður.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“