fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Ríkharður III jólasýning Borgarleikhússins – Fyrsta leikstjórn Brynhildar

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 28. desember 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun, laugardaginn 29. desember, verður jólasýning Borgarleikhússins, Shakespeare-leikritið Ríkharður III, frumsýnd á Stóra sviðinu. Sagan segir frá baráttu valdasjúks manns sem svífst einskis til að ná æðstu metorðum, að verða konungur Englands. Umfjöllunarefni sem á við ennþá á okkar tímum.

 

Þetta er í þriðja skiptið sem leikritið er sviðsett í atvinnuleikhúsi á Íslandi. Í þetta sinn er það Hjörtur Jóhann Jónsson sem fær þann heiður að leika Ríkharð III en hlutverkið þykir eitt af stærstu karlhlutverkum leiklistarsögunnar. Árið 1986 lék Helgi Skúlason Ríkharð og árið 2003 var það Hilmir Snær Guðnason.

Brynhildur Guðjónsdóttir leikstýrir verkinu og er þetta fyrsta leiksýningin í hennar leikstjórn. Ekki nóg með það: Hún er fyrsta konan sem leikstýrir verkinu í atvinnuleikhúsi á Íslandi og jafnframt  fyrsti Íslendingurinn sem leikstýrir því. Hún vann einnig aðlögun ásamt Hrafnhildi Hagalín, en Kristján Þórður Hrafnsson þýddi verkið.

Aðrir leikarar í sýningunni eru hin 83 ára Kristbjörg Keld sem leikur í annað skipti í þessu leikriti, Jóhann Sigurðarson sem hefur leikið í öllum þremur uppfærslunum, Sigrún Edda Björnsdóttir, Valur Freyr Einarsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Halldór Gylfason, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Arnar Dan Kristjánsson, Davíð Þór Katrínarson og Sólbjört Sigurðardóttir sem er 24 ára dansari og leikur í sínu fyrsta leikriti.

Daníel Bjarnason sér um tónlistina í verkinu en þetta er í fyrsta skipti sem hann gerir tónlist fyrir leiksýningu. Hann er margverðlaunaður tónlistarmaður og hlaut til að mynda dönsku sviðslistarverðlaunin, Reumertinn,  fyrir óperuna Brothers. Hann fékk einnig fern verðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna í ár.

Aðrir listrænir stjórnendur eru Ilmur Stefánsdóttir, leikmynd, Filippía I. Elísdóttir, búningar, Björn Bergsteinn Guðmundsson sér um lýsingu, Valgerður Rúnarsdóttir er danshöfundur, Elín S. Gísladóttir sér um leikgervi og Baldvin Þór Magnússon er með hljóð.

Hér fyrir neðan eru myndbönd af fimm konum í sögunni sem leika stóra rullu í uppfærslunni:

Elísabet yngri – Sólbjört Sigurðardóttir

Lafði Anna – Þórunn Arna Kristjánsdóttir

Elísabet drottning – Edda Björg Eyjólfsdóttir

Hertogafrúin af Jórvík – Sigrún Edda Björnsdóttir

Margrét, ekkja Hinriks VI – Kristbjörg Keld

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið

Níu ára sambandi Alberts og Guðlaugar lokið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“

Raunveruleikastjarnan Ingi segir varasamt að fara á stefnumót á Íslandi – „Eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu“