fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Stina varð fyrir hrottalegri árás – Stungin margoft í andlitið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. desember 2018 22:00

Lotta og Stina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 16. júní árið 2000 áttu hroðalegir atburðir sér stað í Svíþjóð. Þennan góðviðrisdag voru systurnar Stina, sem var 11 ára, og Lotta, sem var 13 ára að synda í á í Bollnäs ásamt tveimur öðrum stúlkum. Þegar leikar stóðu sem hæst kom ungur maður gangandi niður að ánni. Hann var með hníf. Hann réðst á Stinu og stakk hana margoft í andlitið. Lotta kom systur sinni til bjargar og réðst á manninn.

„Ég hélt höfði hennar undir vatninu, þegar hún hætti að hreyfa sig skildi ég að hún var dáin. Það var góð tilfinning.“

Eru þau orð unga mannsins sem faðir systranna man eftir frá réttarhöldunum.

Stúlkurnar höfðu farið niður að ánni til að synda enda var sumarfríið í skólanum nýhafið og veðrið var yndislegt. Þegar systurnar fóru að heiman bað móðir þeirra Lotua að líta eftir Stinu. Hún var viss um að þær yrðu ekki lengi að heiman þar sem vatnið væri kalt. Það var rétt en stúlkurnar létu það ekki stöðva sig og skelltu sér út í. Þær skemmtu sér vel, busluðu og skræktu.

Það voru einmitt skrækirnir sem ungi maðurinn heyrði berast frá ánni og drógu þeir hann niður að því. Hann var 21 árs og glímdi við geðræn vandamál. Í yfirheyrslum hjá lögreglunni sagði hann að hann hafi orðið órólegur við hávaðann í stúlkunum og hafi fyllst hatri.

„Svona öskur eiga ekki að koma frá fólki.“

Sagði hann og bætti við:

„að ef fólk öskrar svona við að fara í kalt vatn er það ekki meira virði en loftið í lungum þess.“

Hnífinn hafði hann tekið úr eldhúsi ömmu sinnar.

Sáu manninn of seint

Stúlkurnar sáu dökkklædda manninn, sem nálgaðist þær, of seint. Augnaráð hans var skelfilegt. Hann gekk beint að Stinu og stakk hana margoft í andlitið. Við eina stunguna sá hann eigin spegilmynd á hnífnum en hristi það af sér sagði hann í yfirheyrslu.

Lotta var örskammt frá og sá hvað gerðist. Hún hljóp að manninum og öskraði:

„Þú átt ekki að drepa systur mína.“

Síðan kastaði hún sér á hann. Hann sleppti Stinu og sló Lottu með krepptum hnefa. Hann dró hana síðan á hárinu niður að vatninu og þrýsti höfði hennar niður í það og hélt henni þannig þar til hún hætti að berjast um.

Hinu meginn við vatnið stóð vinur fjölskyldunnar og öskraði. Við yfirheyrslur sagði viðkomandi að glaðvær leikur stúlknanna hafi á örskotsstundu breyst í „angist og hrylling“.

Á meðan Lotta barðist fyrir lífi sínu hljóp ein stúlkan upp á veg til að sækja hjálp. Einn þeirra sem stoppaði sagði síða að mikið hefði blætt úr Stina, hún hafi grátið og sagt:

„Hvernig tekur pabbi þessu, hann sem elskar Lottu?“

Kona, sem kom á vettvang, reyndi að stöðva blæðingarnar úr sárum Stinu. Lotta lá hreyfingarlaus í vatninu. Þegar sjúkraflutningsmenn komu á vettvang fundu þeir hana liggjandi í fjöruborðinu. Hún var strax flutt á sjúkrahús.

Frá vettvangi.

Þegar foreldrar systranna komu á sjúkrahúsið var verið að gefa Lottu súrefni og búið var að gera bráðaaðgerða á Stinu. Slagæð í hálsi hafði gefið sig þegar hún var nýkomin á sjúkrahúsið en sem betur fer var yfirlæknir sjúkrahússins á vakt og brást strax við og bjargaði líf hennar.

Móðir systranna sat við sjúkrabeð Lottu alla nóttina en hjarta hennar sló enn, læknar sögðu það vera vegna þess hversu ung hún væri. Klukkan tíu mínútur í fimm um morguninn hætti hjarta hennar að slá og hún var úrskurðuð látin.

Í nýlegri umfjöllun Expressen um málið er haft eftir Stinu að Lotta hafi verið mjög hugrökk. Hún hafi haft efst í huga að vernda hana. Það sem hún gerði hefði ekki hver sem er gert.

„Það var örugglega þess vegna sem hún var svona hugrökk og stökk á hann, fullvaxinn karlmann, eins og hún gerði. Ég lifi með þessu daglega.“

Sagði Stina sem lifði árásina af vegna hugrekkis systur sinnar. Hún er með stór ör í andlitinu eftir voðaverkið og segist enn finna til hræðslu vegna hryllingsins sem hún upplifði. Hún er nú 29 ára og á fjölskyldu.

Foreldrar þeirra systra eru á lífi og sakna Lottu að vonum sárt.

„Þetta var helvíti. Lotta var pabbastelpa. Hún var vön að fara með mér að veiða. Fékk alltaf fyrst fisk. Maður trúði aldrei að maður þyrfti að jarðsetja sín eigin börn.“

Sagði faðir hennar.

Dómurinn

Skömmu eftir voðaverkið var árásarmaðurinn handtekinn heima hjá sér. Hann játaði verknaðinn fljótlega. Hann var fundinn sekur um morð og líkamsárás af undirrétti í Bollnäs auk fíkniefnabrots. Hann var dæmdur til ótímabundinnar vistunnar á geðdeild.

Í nóvember 2010 tók maðurinn eigið líf þar sem hann dvaldi á réttargeðdeild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið