Leikkonan Marilyn Monroe var (og er enn) ein af kynbombum hvíta tjaldsins, elskuð og dáð á ferli sínum og enn í dag.
Og núna geta áhugasamir gist þar sem Marilyn gisti áður og kallaði heimili sitt, á hinu sögufræga Lexington hóteli í New York.
Ein af svítum hótelsins hefur verið nefnd Norma Jean svítan, en þar bjó hún áður með eiginmanni sínum, hafnaboltakappanum Joe DiMaggio.
Svítan hefur verið endurinnréttuð í stíl Marilyn: marmaragólf, risastórt bað herbergi og fataherbergi.
Einnig eru stórar svalir þar sem dást má að New York.
Litapalettan er bleik og grá, og nútíma þægindi eru til staðar: WIFI, kaffivél, sjónvarp og slíkt.
Verðmiðinn fyrir gistinguna er ekkert slor, nóttin kostar 1200 dollara eða 139 þúsund krónur.