Frá því í mars 2016 þar til í nóvember á þessu ári hafa 447 útlendingar, sem voru skráðir í miðstöðinni, horfið þaðan og vita yfirvöld ekki hvar meirihluti þessa fólks heldur sig. Ekki er vitað um 328 þeirra. Nokkrir hafa fengið dvalarleyfi og 35 hafa verið fluttir úr landi.
Þegar miðstöðin var sett á laggirnar voru ein helstu rök ríkisstjórnarinnar fyrir því að þá væri hægt að hafa stjórn á þeim útlendingum sem Danir sitja í raun uppi með þar sem ekki er hægt að koma þeim úr landi. Ljóst er að þetta hefur alls ekki gengið eftir.