fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Fjöldi „óæskilegra“ útlendinga hefur horfið úr umsjá danskra yfirvalda – Hafa ekki hugmynd um hvar þeir eru

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. desember 2018 08:35

Mörg erlend ríki stunda njósnir í Danmörku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dönsk yfirvöld hafa ekki hugmynd um hvar nokkur hundruð útlendingar, sem áttu að dvelja í Kærshovedgården miðstöðinni, eru. Í miðstöðinni eiga þeir útlendingar að dvelja sem ekki hafa dvalarleyfi í Danmörku en ekki er hægt að senda úr landi af ýmsum ástæðum. Til dæmis getur staðan verið sú að ekki þyki óhætt að senda þá til heimalanda sinna ef dauðarefsingar eru í gildi þar.

Frá því í mars 2016 þar til í nóvember á þessu ári hafa 447 útlendingar, sem voru skráðir í miðstöðinni, horfið þaðan og vita yfirvöld ekki hvar meirihluti þessa fólks heldur sig. Ekki er vitað um 328 þeirra. Nokkrir hafa fengið dvalarleyfi og 35 hafa verið fluttir úr landi.

Þegar miðstöðin var sett á laggirnar voru ein helstu rök ríkisstjórnarinnar fyrir því að þá væri hægt að hafa stjórn á þeim útlendingum sem Danir sitja í raun uppi með þar sem ekki er hægt að koma þeim úr landi. Ljóst er að þetta hefur alls ekki gengið eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn