fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Vigfús Bjarni er þakklátur – „Kannski vantar fullorðna fólkinu meira af þessum æfingum í verki en stöðugum pælingum um sjálft sig“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 27. desember 2018 19:00

Vigfús Bjarni Albertsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur á Landspítalanum leiðir hugann að okkur fullorðna fólkinu í færslu sinni á Facebook. Kom Vigfús Bjarni að fimmtán ára gömlum syni sínum, þar sem hann var að aðstoða mann að týna dósir. Keyrðu þeir feðgar síðan manninn í Sorpu með dósirnar. Veltir Vigfús Bjarni því fyrir sér hvort að fullorðna fólkið vanti ekki meira af náungakærleik, líkt og þeim sem sonurinn býr yfir, í stað þess að hugsa stöðugt um sjálft sig og stöðu sína.

Þegar ég kom heim úr vinnunni í dag var eldri sonur minn, Albert úti í garði að týna dósir með manni frá Nígeríu, við enduðum á því að fara með fullan bíl af dósum úr hverfinu sem hann safnaði saman fyrir manninn. Albert fræddi mig um hversu erfitt líf þessa manns væri og hve mikilvægt væri að styðja fólk. Ég hugsaði margt þegar við Albert keyrðum með manninn niður á dósastöðina. 15 ára unglingur fullur af raunverulegri samúð fyrir þeim sem eiga raunverulega bátt. Þakklæti fyrir betrung var ofarlega í huga, og hvað orðaprjál má síns lítið gagnvart raunverulegu verki. Kannski vantar fullorðna fólkinu meira af þessum æfingum í verki en stöðugum pælingum um sjálft sig og stöðu sína, meðferðartímum, æfingum og slagorð um um hamingjuna, mataræði og fortíðargramsi í sjálfum sér, um sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bjarni Ben farinn að gefa eftir í bekkpressu – Sjáðu myndbandið

Bjarni Ben farinn að gefa eftir í bekkpressu – Sjáðu myndbandið