fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fréttir

Íslendingar sem vilja ekki gefa líffæri þurfa að skrá sig – Nánasti ættingi mun geta sagt nei

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 27. desember 2018 11:22

Runólfur Pálsson framkvæmdastjóri meðferðarsviðs og yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítalans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil þörf er á líffæragjöfum hér á landi og binda læknar vonir við að lög um líffæragjafir verði til bóta. Um áramótin taka gildi lög um ætlað samþykki til líffæragjafa, verður þá gert ráð fyrir því að allir Íslendingar séu líffæragjafar, hafi annað ekki verið ákveðið og skráð.

Sjá einnig: Íslendingar verða sjálfkrafa líffæragjafar við andlát

DV ræddi við Runólf Pálsson, yfirlækni á lyflækningadeild Landspítalans, og Jóhann Jónsson ígræðsluskurlækni um málið.

„Hingað til hefur enginn verið gjafi nema vera skráður sem líffæragjafi eða þá að nánustu ættingjar hafa samþykkt að gefa líffærin,“ segir Jóhann. Runólfur bætir við: „1. janúar verða allir gjafar, en það hjálpar að fjölskyldan viti þinn hug.“

„Það hefur gengið vel með líffæragjafir síðustu þrjú-fjögur ár, eftir langt tímabil þar sem tíðnin var lág, en það er ekkert sjálfgefið að það haldi áfram. Þannig að við þurfum allar leiðir og vonum sannarlega til að löggjöfin muni styðja við þetta. Þær þjóðir sem hafa háa tíðni hafa allar svona löggjöf sem byggir á ætluðu samþykki,“ segir Runólfur. Of snemmt er að segja til um hver áhrifin af löggjöfinni verða, málið sé einfaldlega þess eðlis. „Við bindum miklar vonir við að þetta verði einn liður. Mestu máli skiptir að fólk ræði þetta við sína nánustu þannig að það sé öllum ljóst.“

Þeir sem vilja ekki vera líffæragjafar geta skráð sig inn á Heilsuvera.is, það er vefur Embættis landlæknis þar sem hver og einn getur fylgst með sínum samskiptum við heilbrigðiskerfið. Til að nota vefinn þarf rafræn skilríki eða skilríki í síma. Þeir sem nota ekki tölvu geta haft samband við heilsugæslu.

Getur fjölskyldan hafnað líffæragjöf?

„Ef fjölskyldan vill ekki af einhverjum ástæðum að þú sért gjafi þá hefur nánasti ættingi leyfi til að segja nei. Þá verður þú ekki gjafi. Það er bara nánasti ættingi. Það gildir líka ef þú vildir vera gjafi, þá hefur nánasti ættingi samt rétt á því að segja nei,“ segir Jóhann. Runólfur bætir við: „Við reiknum alls ekki með því, en nú ef fólk vill alls ekki gefa þá þarf það að skrá sig. Í dag þarf oft að leita til ættingja þar sem það er ekki vitað með vissu.“

Það er ekki sjálfgefið að hægt sé að nota líffæri úr manneskju, á þetta því aðeins við um þá sem deyja heiladauða. Jóhann segir: „Ef fólk deyr í heimahúsi eða eitthvað slíkt þá er ekki hægt að nota líffærin, en fólk sem deyr inn á spítala, til dæmis úr heilablæðingu, og það er hægt að halda hjartanu gangandi á meðan líffærin eru fjarlægt. Heiladauði er úrskurðaður af tveimur læknum, það er mjög öruggt kerfi.“

Þetta yrði þá ekki daglegt brauð?

„Nei, guði sé lof, en ef fólk deyr þá er hægt að nota líffærin í fleiri tilfellum en hefur verið.“

Þeir Runólfur og Jóhann telja að rúmlega 30 manns séu að bíða eftir líffærum hér á landi, flestir eftir nýrum. Aðeins eru gerðar nýrnaígræðslur hér landi, þeir sem eru til dæmis að bíða eftir lifur eru á biðlista í Svíþjóð. Líffærin sem eru ekki grædd í hér á landi verða send til Svíþjóðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir