fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Hópur Íslendinga mótmælir sjálfkrafa líffæragjöf: „Þessi tilskipun gefur hvaða læknaskepnu sem er færi á að úrskurða ykkur látin“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 27. desember 2018 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir áramót verða allir Íslendingar sjálfkrafa líffæragjafar nema óski sérstaklega eftir öðru. Óhætt er að segja að langflestir fagni þessu en þó er hávær minnihluti sem er uggandi yfir þessu. Bæði á Facebook og í athugasemdum fjölmiðla er því mótmælt harðlega ríkið muni „hirða úr manni það sem þeir vilja“.

Sjá einnig: Íslendingar sem vilja ekki gefa líffæri þurfa að skrá sig

Vísir greindi í gær frá því að allir Íslendingar yrðu sjálfkrafa líffæragjafar og hlaut deiling þeirrar fréttar óvenju mörg læk, ríflega fjórtánhundruð. Ylfa nokkur skrifaði þó athugasemd við þá færslu sem hefur vakið nokkra athygli en þar mótmælir hún því að nokkur fái sín líffæri. „ Djöfulsins BANDÍTTARNIR. Það er ekki nóg að þeir EIGI OKKUR Í LIFANDA LÍFI og rúi okkur inn að skinni, heldur vilja þeir nú halda áfram að NOTA OKKUR ,ÞEGAR VIÐ ERUM DAUÐ. Ekki er svo mikið sagt sem svei þér. Bara skikkaðar út tilkynningar og lækna glæponarnir róa að þessu öllum árum. Ég ætla a.m.k. ekki að hlýða þessum bölvuðum frekjum og það fær enginn MÍN LÍFFÆRI OG LÍKAMA til að krukka í að gamni sínu,“ skrifar Ylfa.

Henni var bent á að það væri lítið mál að óska eftir því að líffæri hennar yrðu ekki gefin. Hún tók það ekki í mál. „Með því móti myndi ég viðurkenna rétt einhverra pólitíkusaglæpamanna, til að ráðskast með mig og það mun ég aldrei gera. Ég er síður en svo á móti því að hjálpa fólki, en ég ætla ekki að láta neinn ÞVINGA mig til þess. Það sem þið AULARNIR sem skrifið hér að ofan ekki sjáið, er að þessi tilskipun, gefur hvaða læknaskepnu sem er, færi á að úrskurða ykkur LÁTIN, til að geta notað úr ykkur líffærin,“ skrifar Ylfa.

Hún er þó fjarri lagi sú eina sem mótmælir þessum áformum. „Er maður semsagt þjóðnýttur eins og kjöt í kæliborði eftir dauðan nema maður standi í pappírsstússi?,“ spyr Sigþór nokkur í athugasemd við frétt Vísis. Þorsteinn nokkur segir sömuleiðis: „Andskotans bull þeir eiga ekki að geta krukkað í manni nema með leyfi.“

Innan Facebook-hópsins Stjórnmálaspjallið er hópur manns sem mótmælir þessu en flestir virðast mótmæla þessu á grundvelli þess að ríkið eigi ekki líkama borgara. „Ísland fer að líkjast Norður-Koreu meira og meira með hverju árinu… það sorglegasta við þessa ríkisafskiptastefnu er það að margir vilja hafa hlutina svona… ríkið eigi að segja hvað má og hvað má ekki alla daga… frelsi okkar er verið að skerða í hvert sinn sem ný lög eru sett,“ skrifar Ingibjörg nokkur. Magnús nokkur tekur undir og segir: „Ef þessir ríkisdrullusokka hirða úr manni það sem þeir vija þá er þeirra að borga jarðarförina þetta er bara bisnes“.

Þessi hörðu viðbrög sumra Íslendinga hefur vakið kátínu á Twitter en Donna Cruz, fyrrverandi keppenda í Ungfrú Ísland 2016, segir til að mynda að þetta sé oft sama fólkið og mótmælir fóstureyðingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
Fréttir
Í gær

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum
Fréttir
Í gær

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Í gær

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði