Í samtali við The Sunday Times sagði hann að al-Kaída hafi nú risið úr öskustónni í kjölfar ósigra Íslamska ríkisins í Sýrlandi og Írak.
„Al-Kaída sat þögult í horninu og reyndi að finna út hvernig 21. öldin mun líta út. Samtökin hafa endurskipulagt sig. Þú sérð al-Kaída birtast á svæðum sem við héldum að svæfu.“
Breska ríkisstjórnin ætlar að verja 25 milljónum punda til verkefnis sem á að vernda flugvélar gegn „ógnum innan frá“.
„Al-Kaída er risið upp á nýjan leik. Þeir hafa endurskipulagt sig. Þeir munu gera sífellt fleiri tilraunir til að ráðast á Evrópu og hafa tileinkað sér nýjar aðferðir og vilja enn ráðast á flugiðnaðinn.“
Hann sagði að eftirlit á flugvöllum væri orðið það gott að litlar líkur séu á að hægt sé að smygla sprengiefnum um borð í flugvélar. Þetta leiði til þess að hryðjuverkamenn horfi annað.
„Þeir hafa kannað aðrar leiðir til að koma sprengiefnum um borð í flugvélar. Við höfum rætt opinberlega um hættur innan frá. Ef þú kemst ekki inn um aðaldyrnar verður þú að reyna að komast inn bakdyrameginn.“