fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Gamall og fúll maður hreytti ónotum í þjóninn á hverjum degi – Sjö árum síðar fékk hún ótrúlegar fréttir

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. desember 2018 07:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er stundum sagt að fólk eigi að koma fram við aðra eins og það vill láta koma fram við sig. Þetta er í raun góð og gild regla sem sumir eiga því miður erfitt með að tileinka sér. Walter „Buck“ Swords fór ekki eftir þessu þegar hann kom á veitingastaðinn sem Melina Salazar starfaði á í Texas í Bandaríkjunum. Hann kom þangað daglega og var alltaf fúll og viðskotaillur og hreytti ónotum í Melina og annað starfsfólk.

En Melina lét það ekki á sig fá og tók alltaf á móti honum með bros á vör og var alúðleg við hann og kom vel fram við hann. Svona gekk þetta fyrir sig í sjö ár. Á hverjum degi kom Walter til að borða þar og hafði hátt og kvartaði og kveinaði yfir öllu og fékk reiðisköst. Melina lét þetta ekki koma í veg fyrir að hún segði vinsamlega hluti við Walter og færði honum matinn með bros á vör þrátt fyrir skapvonsku hans og endalausan dónaskap og móðganir.

Árin liðu og það var nánast hægt að stilla úrið sitt eftir Walter, hann kom alltaf að borða. En dag einn bar svo við að hann kom ekki. Illur grunur læddist að Melina sem fór að kanna málið og sá fljótlega í staðarblaðinu að hann væri látinn.

Skömmu síðar kom lögmaður inn á veitingastaðinn og vildi ræða við hana. Hann færði henni þau tíðindi að Walter væri látinn og að hann hefði árum saman rætt um hlýju og vingjarnleikann sem Melina sýndi honum alltaf. Hann hafði alltaf hlakkað til að fara á veitingastaðinn og hitta hana. Síðan komu stóru fréttirnar því Walter hafði ekki bara talað fallega um hana því hann hafði einnig ánafnað henni 50.000 dollurum í erfðaskrá sinni og bíl að auki.

Melina Salazar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið