fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Eyjan

73 milljónir virðist vanta til að klára braggann í Nauthólsvík

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 26. desember 2018 19:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt skýrslu Innri endurskoðunar virðist enn vanta fjárheimildir upp á 73 milljónir við endurgerð braggans að Nauthólsvegi 100. Eins og alkunna er hefur verkefnið farið gífurlega fram úr fjárheimildum en áætlaður kostnaður var upphaflega 82 milljónir. Aukafjárheimildir hafa síðan knúið verkefnið áfram en samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir verkefnið frá 2016 til 2018 vantar enn 73 milljónir. Fjárhagsáætlunin alls hljóðar upp á 352 milljónir en raunkostnaður stendur nú í 425 milljónum.

Vigdís Hauksdóttir

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins og sá borgarfulltrúi sem harðast hefur gengið fram í gagnrýni á verkefnið, vekur athygli á þessu á Facebook-síðu sinni í dag. Hún birtist meðfylgjandi skjáskot úr skýrslunni og eftirfarandi færslu:

„Jæja gott fólk – ég vona að þið hafið notið jólanna – Braggaskýrslan hefur verið á mínu borði öll jólin
Enn á eftir að sækja fjárheimildir upp á 73 milljónir – sjá bls. 22 í skýrslunni: „Raunkostnaður endurgerðarinnar var í byrjun desember um 425 m.kr. og því ljóst að enn hefur ekki verið óskað eftir fjármagni fyrir um það bil 73 m.kr. af heildarútgjöldunum.“
#sukkogsvinari.is“
Skýrsluna í heild má sjá hér.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt