Samkvæmt skýrslu Innri endurskoðunar virðist enn vanta fjárheimildir upp á 73 milljónir við endurgerð braggans að Nauthólsvegi 100. Eins og alkunna er hefur verkefnið farið gífurlega fram úr fjárheimildum en áætlaður kostnaður var upphaflega 82 milljónir. Aukafjárheimildir hafa síðan knúið verkefnið áfram en samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir verkefnið frá 2016 til 2018 vantar enn 73 milljónir. Fjárhagsáætlunin alls hljóðar upp á 352 milljónir en raunkostnaður stendur nú í 425 milljónum.
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins og sá borgarfulltrúi sem harðast hefur gengið fram í gagnrýni á verkefnið, vekur athygli á þessu á Facebook-síðu sinni í dag. Hún birtist meðfylgjandi skjáskot úr skýrslunni og eftirfarandi færslu: