fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fókus

Ross er kominn heim

Kolbrún Bergþórsdóttir
Fimmtudaginn 17. nóvember 2016 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þá er Poldark lokið – í bili. Ljóst er að framhalds er þörf. Ekki vegna Ross og Demelzu sem eru orðin alsæl með hvort annað heldur vegna Elísabetar sem stendur frammi fyrir vondum kostum. Við verðum að fá að vita hvernig fyrir henni fer, þótt mann gruni sterklega að óhamingjan ein bíði hennar.

Ross áttaði sig loks á því að Demelza er konan sem hann elskar. Lengi þurftum við að hlusta á fátæklegar afsakanir hans fyrir framhjáhaldi, eins og: „Þetta var bara ein nótt!“ Loks kom þó að því að honum tókst að stynja upp úr sér ástarjátningu. Hún var reyndar mjög flott – þegar hún loksins kom. Og hvað er fallegra en sönn ást – en það getur tekið langan tíma að finna hana. Ross var árum saman í villigötum en nú er hann kominn heim. Vonandi heldur hann sig þar.

Staða Elísabetar virðist vonlaus. Hún rambaði í hjónaband með hinu forríka illmenni George. Hann hyggst senda ungan son hennar burt í skóla. Elísabet virðist enginn bógur til að forða því. Gamla frænkan á heimilinu sagði upphátt það sem við sjónvarpsáhorfendur hugsuðum: „Við hverju bjóstu þegar þú gerðir samning við djöfulinn?“

Í Bretlandi er víst verið að gera þriðju þáttaröðina, sem verður hugsanlega sú síðasta. Það er eins gott að það komi ný þáttaröð, við verðum að fá að vita hvað verður um Elísabetu og hvort hún eigi sér hamingjuvon.

Dönsku sakamálaþættirnir Svikamylla taka við af Poldark. Þeir fjalla víst um siðleysi og klækjabrögð í frumskógi fjármálaheimsins. Mér gæti ekki staðið meira á sama! Það getur svosem vel verið að í fjármálaheiminum þrífist stórfenglegar ástir og drama sem hrífur mann. Ég efast samt um það. Og þessir dönsku þættir eru tíu talsins, sem þýðir að hlé verður á sjónvarpsáhorfi á RÚV næstu sunnudagskvöld. Maður fer þá bara í jólaundirbúning. Eða les góða bók – maður gerir aldrei nóg af því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“