„Sennilega fámennasta gigg sem Frikki Dór hefur spilað í á árinu 2018 en ég myndi ráða hann helst einu sinni í viku bara til að spila fyrir mig í stofunni heima,“ segir fjölmiðlamaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason, eða Rikki G. eins og hann er jafnan kallaður. Ríkharð og unnusta hans, þroskaþjálfinn Valdís Unnarsdóttir, gengu í hjónaband á aðfangadag eftir þrettán ára samband.
Ríkharð greindi frá þessu á Instagram á aðfangadag en á Twitter-síðu sinni birti hann skemmtilegt myndband af því þegar Valdís gengur inn kirkjugólfið undir fögrum tónum Friðriks. Óhætt er að segja að fámennt en góðmennt hafi verið í kirkjunni á aðfangadag eins og myndbandið ber með sér.
Hjónin voru gefin saman í Seljakirkju og sá séra Ólafur Jóhann Bergþórsson um athöfnina.
Sennilega fámennasta gigg sem Frikki Dór hefur spilað í á árinu 2018 en ég myndi ráða hann helst einu sinni í viku bara til að spila fyrir mig í stofunni heima. #gifting pic.twitter.com/bcAV3kMEZj
— Rikki G (@RikkiGje) December 24, 2018